Skírnir - 01.01.1932, Page 236
230
Ritfregnir.
[Skírnir
síðar, Jón Sigurðsson, var fyrst og fremst sagnfræðingur og ætt-
fræðingur. Rit gömlu sagnfræðinganna voru höfuðmáttarstoðirnar í
frelsisbaráttu vorri. Hefði þeirra ekki notið við, mundum við nú vera
»óaðskiljanlegur hluti Danaveldis«.
Það er því ekki að undra, þótt allir þjóðhollir menn unni þess-
um íslenzku fræðum, og gieðjist þegar ný veigamikil bók bætist við
i bókaskápinn.
í Bergsætt hefir Quðni talið með vísindalegri nákvæmni og
mikilli þrautseigju og elju alla niðja Bergs í Brattsholti. Eru þeir
fjölda margir og nær allir búsettir um Flóann og svo hér i Reykja-
vik og suður með sjó. Bók þessi er geypiverk og trauðla rituð á
skemmri tima en 2 árum, þótt vel sé unnið. Er það nýlunda að sjá
rithöfund leysa slikt þrekvirki af hendi, þar sem engin von er eða lítil
um nokkurt endurgjald, en margur telur heróp nýmenningarinnar
vera: hvað fæ ég fyrir það ? Það er víst að eigingirni og fégræðgi
hafa ekki ráðið starfinu, heldur hvöt til að auðga menn að sönnum
fróðleik og örva menn til að halda við fornum siðum — kunna skil
á feðrum sínum og gerðum þeirra.
í formála bókarinnar gerir höf. grein fyrir framætt Bergs. Er þar
allt trútt og áreiðanlegt. Nokkurt hik er á höf. um Ólaf föður Bergs,
en óþarft er það, þvi eftir sögn, er Þórður hinn fróði á Tannastöð-
unr sagði mér, verður að teljast víst, að Ólafur sé sonarson Teits
sterka eins og höf. telur.
Þá hefur Bergsætt.
Eins og höf. segir vanta ýms börn, er dáið hafa ung. Kirkju-
bækur eru ókomnar hingað suður, og því ógerningur að smala þar svo
sauðlaust sé. Þannig átti Páll í Nikulásarhúsum 2 börn, Sigurjón og
Höllu, er dóu bæði á fyrsta ári (bls. 86) og Jón Bergsteinsson dótt-
ur, er Ása hét, er dó á 1. ári (bls. 88). Af sömu ástæðu eða vegna
þess að kirkjubækur frá Hraungerði eru ókomnar á safnið siðan
laust eftir 1850, er það, að Anna Snorradóttir er talin barnlaus á
bls. 344; hún átti barn með Jóni, síðar bónda á Stóru-Vatnsleysu
Brandssyni, hét það Guðbjörg (fædd 8. júni 1861 á Selfossi). En
þessar smáviðbætur, er gera má á stöku stað, raska á engan hátt
gildi bókarinnar, að þar sé allt trútt og vel rakið og rétt greint frá.
Og það er höfuðatriði málsins.
Fleira er það, er í hug hvarflar við lestur bókarinnar. Allir
vita að útlit og vöxt sækja menn til feðra sinna. Ættarsvip má sjá
með mönnum, sem nú eru trauðla skyldir kallaðir, t. d. sexmenn-
ingum. En hvernig er þá með andlega hæfileika? Ekki eru þeir
síður að erfðum teknir, og er því ekki minni ástæða að verja fé til
að þekkja ætt sína, forfeður og frændur, en til þess að þylja ættir
nautanna, þótt góð séu.
í Bergsætt er lítið talað um mennina, aðeins nöfn og ártöl, en