Skírnir - 01.01.1932, Qupperneq 237
Skímir]
Ritfregnir.
231
þó verður ekki hjá þvi komizt að veita því athygli, hversu söngrödd
■og söngelska er þar mikil, forsöngvarar eru þar á hverju strái, hljóð-
færaleikarar fjöldamargir og tónsmiðir ekki fáir. Ef ég lit aftur á
sumar aðrar ættir, er ég hefi að nokkru kynnt mér, þá er t. d. hjá
Stórubrekkuætt sagnfræði, ættfræði og stærðfræði mjög áberandi —
söngur lítill og skáld engin. í prestaætt norðlenzkri, er mér hvarflar
í hug, er gnægð skálda — höfuðskálda okkar — sagnfræði engin.
í þriðju ættinni ber ekki á þessu, en hinsvegar mjög lagnir menn
viö smiðar og fjáröflun. Slíkt getur trauðla verið hending ein. Ame-
fikumenn hafa hin síðari ár verið að rannsaka þessi efni, en stutt
«r það á veg komið. Væntanlega eigum við íslendingar eftir að
leggja drjúgum til þeirra rannsókna.
Einhver kann að segja, að betra sé að fá eitthvað úr þýðingar-
syrpum þeim, er prentaðar hafa verið. En ég efa ekki, að Bergsætt
sé ekki eingöngu betra rit, heldur og að hún þyki skemmtilegri en
sagnarusl það, er hefir verið gefið út siðustu árin.
í vor kom ég á bæ i Árnessýslu. Bóndinn rétti mér Bergsætt, er
þá var spónný á markaðinum: »Þú hefir náttúrlega séð þessa? Ekki
er hún fjörug eða létt — ég er samt búinn að lesa hana tvisvar
mér til stórskemmtunar og þarf að lesa hana oft enn.« í sömu ferð
hitti ég annan Árnesing — hann var ekki af Bergsætt —, hann
sagði: »Ég hefi haft Bergsætt að láni og er búinn að tvílesa hana,
óg má til að ná í hana, bókin er stórmerkileg.<<
Þannig er heilbrigður hugsunarháttur alþýðu. Hann kastar frá
sér ruslinu, sem honum er boðið, en tekur það, er hann finnur að
hefir varanlegan fróðleik að geyma. Og það hefir Bergsætt.
Ég er því ekki einn, er ég segi við Guðna: Þökk fyrir lestur-
inn! — lestu meira!
Pétur Zophoniasson.
Árni Friðriksson: Skarkolaveiðar íslendinga og dragnótin.
Heykjavík 1932. 95 bls.
Bók þessi er að nokkru leyti varnarrit fyrir dragnótina, en
eins og kunnugt er, hefir veiðafæri þetta, sem viða annars staðar er
talið meðal ódýrustu og fullkomnustu veiðarfæra, mætt töluverðri
mótspyrnu hér. einkum frá þeim mönnum, sem minnsta þekkingu
hafa haft til þess að dæma um nolagildi þess, eða gera samanburð
ú þvi og öðrum veiðarfærum.
Fyrsti hluti bókarinnar er um skarkolann og lifnaðarhætti hans og
er alveg vísindaiegs eðlis. Greinir hann frá ættingjum skarkolans
við ísland og útbreiðslu hans um heimshöfin, ennfremur frá lifnaðar-
háttum hans, hrygningu og göngum. í þessum kafla gerir Árni
^nnfremur grein fyrir vexti skarkolans og geta þeir því, sem hafa
bókina við hendina nokkurn veginn vitað, hve gamall sá fiskur er,