Skírnir - 01.01.1932, Síða 240
234
Ritfregnir.
[Skírnír
sinni (bls. 6, sbr. bls. 126—27), hefði hann að sjálfsögðu átt að geta
ummæla Ara fróða um það efni. Ari segir (íslendingabók 9. kap.),
að Sæmundur hafi komið út á lögsögumannsárum Sighvats Surts-
sonar, þ. e á árunum 1076—83. Annálum ber ekki saman um út-
komuár Sæmundar, segja ýmist 1076 eða 1078. Mun því varlegast
að fylgja hér Ara, sem hefir ekki viljað ákveða þetta nánara. Það
er og miklu trúlegra, að Sæmundur hafi verið nær þrítugu en tví-
tugu, er hann kom úr hinni frægu för sinni og hafði verið týnd-
ur i langan tima. — Á bls. 41 segir, að Vigfús prestur Þorbjörns-
son hafi drukknað á Svalaskipinu hér við land. Þetta er vafalaust
misskilningur, sem byggist á þvi, að punktur er settur á röngum
stað í útgáfu Bókmfél. af Nýja annál (Annálar 1400—1800, I, 17).
Þar er textinn þannig: (1412) »Víg Einars Herjólfssonar; var hann
stunginn í hel með hnífi upp á uppstigningardag í kirkjugarðinum
á Skúmsstöðum í Vestureyjum. Forgekk Svalaskipið um þingtíma«
o. s. fr. Hér á punkturinn að vera á eftir Skúmsstöðum og verður
þá seinni setningin þannig: »í Vestureyjum forgekk Svalaskipið«
o. s frv., og er þetta rétt upp tekið í útgáfu Gustavs Storms (Isl.
Annaler, Chria 1888, bls. 290). Dr. Hannes Þorsteinsson, útgefandi
annálanna, hefir skilið svo sem í Vestnreyjum væri i Vestur-Land-
eyjum, en þess eru engin dæmi, að Vestur-Landevjar séu riefndar
svo. Skúmsstaðir, þar sem Einar Herjólfsson var veginn, eru á Eyrar-
bakka og var þar útlendingakirkjugarður til forna. Vestureyjar, sem
annállinn nefnir, eru auðvitað eyjarnar fyrir vestan haf, Skotlands-
eyjar, og þar fórst Svalaskipið og Vigfús prestur með því. Þetta
sýnir líka sá mikli mannfjöldi, sem á skipinu var, »voru þar út í vel
XL og C raanna«, þ. e. 160 manns (C = 120). Slíkur mannfjöldi er
óhugsandi á einu íslandsfari. En það eru fleiri en höf. Oddasög-
unnar, sem hefir hnotið um þennan meinlega punkt, þvi að Þorkell
Jóhannesson magister hefir býggt á þe*su langan misskilning í rit-
gerð um Pláguna miklu (Vaka 1928), þar sem hann leitast við að
sanna, að Einar Herjólfsson hafi verið íslendingur. En það, að hann
er veginn á Skúmsstöðum á Eyrarbakka, liggur mjög nærii því að
vera full sönnun þess, að hann hafi verið útlendingur. — Bls. 74
segir, að synir Gísla biskups Jónssonar hafi afhent biskupsstólinn í
hendur Erasmusi officialis árið 1585, en á að vera 1588 (Biskupas.
Sögufél. I, 156); Gísli biskup andaðist ekki fyrr en 1587. — Bls. 96
og 99 stendur Þórhallur fyrir Þórhalli, því að svo hét maður sá, og
á bls. 90 á að vera Þórhallason, en ekki Þórhallsson. Getur þetia
ekki verið prentvilla í öllum. stöðunum, — í frásögninni um síra
Matth Jochumsson er þess hvergi getið, hvenær hann íór frá Odda,
en um næsta prest á efiir, síra Skúla, ségir, að hann liafi komið,
þegar sira Matthias fór (bls. 114). Er þetta óneitanlega ekki selt dýr-
■ara en það er keypt.