Skírnir - 01.01.1932, Page 242
236
Ritfregnir.
[Skírnir
hver maður, sem bókina les. Prófarkalestur er ekki góður, prent-
villur fjölda margar, en að öðru leyti er ytri frágangur bókarinnar
góður. Allmargar myndir eru i ritinu af Oddaprestum, stað og kirkju,
svo og nokkurum gömlum munum frá Odda.
Þrátt fyrir galla þá, sem á riti þessu eru, er ástæða til að þakka
höf. fyrir bókina og þann fróðleik, sem hann hefir fært þar á land,
Guðni Jónsson.
Bækur Menningarsjóðs.
Það er leitt, að ekki skuli vera til skrá um bækur þær ailar,.
sem prentaðar hafa verið á islenzku. Auðveldast og sjálfsagðast er,
að sú skrásetning færi fram í Landsbókasafninu, og ætti raunar að
vera búið að vinna þetta verk fyrir löngu. Það er ekki vansalaust
að láta það dragast úr þessu, enda verður allt því erfiðara sem
lengra líður fram og meira safnast fyrir. Hér á iandi er gefið út til'
tölulega mikið á hverju ári, þótt bókmenntir séu hér að vísu fá'
skrúðugar, sumar greinir vanti gersamlega og í öðrum sé til fátt
eða ekki annað en kennslubækur, og þær býsna stuttorðar sumar
hverjar. Þetta er eðlilegt, því að við erum svo fámennir og bóka-
markaðurinn svo þröngur, að bókagerð á landi hér hefir verið allt
annað en arðvænleg höfundum og kostnaðarmönnum. Hér er þó
mikið keypt af bókum að tiltölu við fólksfjölda, fyrst og fremst ÍS'
lenzkum, og síðan erlendum, því að hér lesa menn ýmsar tungur.
Lílið hefir verið þýtt á islenzku af erlendum bókmenntum, og
þá helzt ljóð, ærið misjöfn að gæðum, og svo skáldsögur, langflest-
ar hið mesta léttmeti, einkum þær, sem birzt hafa í blöðunum nú á
síðari tímum. Mörgum þeirra hefir og verið snarað á slikt endeniis
hrognamál, að furðu gegnir, að blöðin skuli ekki hafa skammast
sín fyrir að birta þenna óþverra. Mörgum hefir gramizt þetta og
harmað það auðnuleysi okkar, að lenda i þessum erlendu vilpum-
En hér er ekki auðvelt aðgerða, því að ritstjórarnir segja — sumir
að minnsta kosti —, að almenningur vilji ekki lesa annað en það,-
sem kallað er -spennandL, en hins er ekki getið, hvernig þessum
voða-spenningi er háttað, eða hvað hann spennir i lesendunum-
Annars er það ekki satt, eða var i öllu falli ekki satt langt nokkuð
fram yfir síðustu aldamót, að almenningur vildi ekki líta við öðru
en þessum »spennandi« óþverra, og get ég hins til, að ritstjórarnir
hafi gripið það, er hendi var næst, og snarað síðan eða látið snara
á hið alræmda skrúfstykkjamál neðanmálssagna þeirra velflestra, er
birzt hafa á síðari árum; væri full þörf á að athuga allt þetta mál
gaumgæfilega, en eigi verður það nú gert hér að þessu sinni.
Árið 1928 var stofnaður hér Menningarsjóður, og skyldi nokkru
af fé hans varið til þess að kosta útgáfu góðra og nytsamra bóka;;