Skírnir - 01.01.1932, Page 243
:Skírnir] Riifregnir. 237
hafa þegar nokkrar bækur komið út á kostnað sjóðs þessa, og skal
fceirra nú stuitlega getið.
1. Hagfræði eftir Charles Gide, og þýddi Freysteinn Gunnars-
son, skólastjóri; kom fyrra bindið út (í Rvík) 1929, en hið síðara er
ókomið enn. Bók þessi er hið þarfasta verk, því að fátt hefir hing-
að til verið ritað um hagfræði á vora tungu, frumsamið eða þýtt.
í’etta er stór bók, 2fil bls. í átta blaða broti, þýdd á létt og lipurt
•hál, sem vænta mátti af Freysteini, og auðveld aflestrar. Er mikill
fengur í slikum bókum sem þessari, ekki sízt þeim, sem ekki skilja
erlendar tungur. Vonandi kemur siðara bindið út áður en langt um
liður, og væri æskilegt, að sjóðurinn gaéti styrkt útgáfu sem flestra
fræðirita, því að þeirra er mest þörfin.
2. »Vestan um haf«, ljóð, leikrit, sögur og ritgerðir eftir ís-
lendinga í Vesturheimi. Þetta er gríðarmikið rit, LXIV + 736 bls. í
átta blaða broti, og hafa þeir Einar H. Kvaran rithöfundur og dr.
Guðmundur Finnbogason landsbókavörður valið efnið í það og bú-
bókina til prentunar, ritað stutta greinagerð um nálega alla þá,
^em eitthvað eiga i henni, og einkar ítarlegan og fróðlegan inn-
Sung, G. F. um ljóðin og leikritin, en E. Kv. um sögurnar og rit-
Serðirnar.
Þetta er þarft verk og gott, og ómissandi þeim, sem kynnast
"'ölja andlegri starfsemi Vestur-íslendinga, þvi að það er ærið erfítt
teim, er »austan hafsins« búa, að fylgjast með bókmenntastarfi
Þeirra; bækur er næsta torvelt að fá þaðan vestan og svo eru
O'argar uppseldar og ófáanlegar fyrir löngu.
Það er ekki á mínu færi að segja, hversu efnisvalið hafi tek-
lzt. En þeir, sem þekkja E. Kv. og G. F., efast ekki um, að þeim
^afi farið þetta vel úr hendi. Og víst er um það, að hér hefir þeim
'ekizt að setja saman bók, sem veitir sæmilegasta yfirlit yfir það,
Sern ritað hefir verið vestan hafs; hefir það ekki verið neitt stná-
ræðisstarf að tína efnið saman úr bókum, blöðum og tímaritum
^iðsvegar að, og munu allir kunna þeim þökk fyrir verkið.
3. Á íslands miðum, skáldsaga eftir P. Loti, Rvík 1930, þýtt
hefir Páll Sveinsson adjunkt. Bókin er 268 bls. í átta blaða broti,
•^eð fróðlegum formálsorðum um höf. eftir þýðandann, og þýdd á
liðlegt íslenzkt mál. Er P. Loti (Julien Viaud) frægur franskur rit-
höfundur, og hefir ritað ntargar bækur og kom þessi út fyrir rúm-
Urtr fimmtíu árum. Ég er ekki kunnugur frönskum bókmenntum, en
Þé þykir mér vænt um, að einmitt þessi bók skyldi verða fyrir val-
lnu, efnisins vegna. Og líklegt þykir mér, að margan muni fýsa að
'esa hana. Símon Ágústsson, licencié és lettres, frá háskólanum í
F*arís, hefir sagt mér, að Frakkar telji þessa bók Lotis klassiskt rit,
trúi ég honum betur en þeim, sem var að burðast við að hnýta
1 bókina skömmu eftir að hún kom út á íslenzku.