Skírnir - 01.01.1932, Qupperneq 245
Skirnir]
Ritfregnir.
239'
Úrvalsgreinar. Guðm. Finnbogason islenzkaði. Bókadeild
Menningarsjóðs. Rvík 1932.
Ekki allfáar þær ritsmiðar, bæði þýddar og frumsamdar, sem
birtast á voru máli um þessar mundir, eru þess eðbs, að lesandinn
'eggur þær frá sér ineð þeirri tilfinningu, aö hann hafi ekki verið í
sem beztum félagsskap meðan á lestrinum stóð. Um þá bók, sem
l'ér verður minnzt, gegnir öðru máli. Ég býst að visu við, að til séu
lesendur, sem skiljist með ólund við hana, ef til vill hálflesna. En
þeir skyldu gjalda varhuga við að gefa höfundum hennar eða þýð-
anda sök á því, með |>vi að talsverð likindi eru til, að þeim sjálfum sé
U|ii að kenna og engum öðrum. Það eru sem sé til lesendur, sem
e|u ekki samkvæmishæfir, kunna ekki að vera með mönnum.
Þýð. gerir þess grein i formálanum, að fyrir sér hafi vakað að
Sefa islenzkum lesöndum hugmynd um, hve mikil list það sé, »að
gefa i stuttii grein skemmtilega útsýn yfir vandasamt efni, en engir
kunna það betur en Englendingar. Sú list á sérstaklega erindi til
vor, sem getum ekki eignazt á voru máli heilar bækur um fjölmörg
efni, sem menn þó fýsir að vita um. Vér eigum nokkurn visi til
hennar á víð og dreif i blöðum og timaritum, en fá sjálfstæð greina-
S(ifn hafa komiö út á íslenzku. Þeim ætti að fjölga og snilld i þeim
efnum vera jafnmikils metin og í öðrum greinum bókmennta«.
Þýð. hefir náó þessum tilgangi sínum svo vel sem fremst verð-
Ur á kosið. Að visu eru gréinarnar ekki allar jafngóðar, en flestar
eru j>ær afburða vel samdar og þýddar af mikilli list. Það mun
Þykja mjög mælt, en þó dirfist ég að fullyrða, að leitun muni á
þeim íslendingi fyrr eða síðar, sem betur hafi kunnað að þýða
°Þundið mál, en G. F. Ég hefi aldrei þekkt mann, sem hefir bjarg-
fastari trú á nokkrum hlut, himneskum eða jarðneskum, heldur en
G- F. á islenzkri tungu. Hann hefir aldrei látið sér skiljast, að til sé
ookkur sú mannleg hugsun eða tilfinning, sem óferjandi sé á ís-
'enzku, og verði honum ráðafátt um þýðingu, þá kennir hann alltaf
sjálfum sér um og aldrei tungunni. En honum verður sjaldan ráða-
fátt. Frá því hann sat á skólabekk hefir liann tamið sér málfimi af
oslökkvandi áhuga og þrálátu kappi, enda fer hann oft léttum fæti
yf*r torfærur, sem aðrir ef til vill teppast við svo dægrum skiptir.
Hann getur þess i formálanum, að ekki hafi verið vandalaust að
þýða sumar þessarra greina, og mun það ekki ofmælt. Ég hygg, að
*'onum takist alltaf bezt, þegar vandinn er mestur, og skal hér til-
f$rt eitt dæmi þess. Er það dæmi valið úr ritgerðinni um Niagara-
f°ssana, einhverri beztu grein bókarinnar:
•Setjist maður rétt hjá, sézt hluti af straumnum bera við loft,
•nerlaður, stálblár og freyðandi, þjótandi áfram i langdrægum þver-
strengjum. Augað er alltaf að þvi komið að greina viindi 1 þessum
Vef. og alltaf dregur breytingin það á tálar. Á einum stað steypist