Skírnir - 01.01.1932, Page 246
240
Ritfregnir.
[Skirnir
nokkuð af flóðinu i samri og settlegri linu fram af rifi, sem er nokk-
ur fet á hæð og svo sem fjórðungur mílu á lengd. Það er þvílikt
sem samstillt hermannahreyfing hefði skyndilega orðið til úr usla-
ganginum. En hún hverfur brátt aftur í öngþveitisgáska öldumúgs-
ins. Hér og þar markar fyrir kletti undir yfirborðinu með hvítri öldu,
er horfir aftur og sýnist æða móti straum, en stendur raunar kyrr í
ólmu áhlaupinu. Þetta er eini mótþróavotturinn, annars virðist vatn-
ið hendast áfram í vaxandi tryllingi með einhvern grun um örlög
sín « . . . »Þegar þær (D: öldurnar) koma að hengifluginu, blandast
og dýpkar hvíti, blái og svarblái liturinn, að minnsta kosti í miðjum
Kanada-fossunum, og verður dásamlega ljómandi fagurgrænn. A
sjálfri heljarþröminni sýnist fljótið færast í aukana, hugsa sig um,
hefja tigið höfuðið á örlagastundinni og steypast svó hægt og há-
tíðlega ofan i hinn eilifa þrymheiin og hvita óskapnað fyrir neðan.
Þar sem straumurinn er grynnri, er á honum einskonar fjólublár
litur, en bæði fjólublátt og grænt flosnar og kembist í hvitt á fall-
inu. Vatnsdyngjan skellur á ósýnilegan klettagrunn og hendist upp
aftur full tvö hundruð fetin i löðurkúfum og turnum.«
Ég veit eigi til, að náttúrufyrirbrigði hafi nokkru sinni verið
lýst á voru máli af svo næmri sjón né með svo mjúku tungutaki og
svo snarráðri orðfimi. Sá rithöfundur er ekki uppnæmur, þótt nokkrir
örðugleikar steðji að, sem svo kann að túlka sýnir og hugsanir
útlendra manna á móðurmáli sinu.
Efni bókarinnar er fjölbreyttara en svo, að nokkur tök séu til
að gera grein fyrir því í þessari stuttu ritfregn. Það hefir verið til-
gangur höfundarins að bera sem viðast niður og leiða fjarskylda
rithöfunda, sem ritað hafa um fjarskyld efni, fram á íslenzkt sjónar-
svið. Bókin kemur því við á fjöldamörgum sviðum lista og bók-
mennta. Þar er rætt um gildi forngrískrar menningar, um Jobsbók,
um Leonardo da Vinci, um Bach og Shakespeare, um skáldsagna-
ritun, um dómkirkjur miðalda, um að mála sér til skemmtunar, o. s.
frv. Um mörg þau efni hefir tæpast verið ritaður einn stafur á ís-
lenzku fyrr en nú. Það eitt kynni að geta háð gengi bókarinnar
meðal almennings hér á landi, að greinarnar eru vitanlega allar
ritaðar fyrir menntaða enska lesendur og því sniðnar eflir þörfuin
þeirra og kröfum. Væri því engin furða, þótt svo reyndist, að þ®r
væru ekki að öllu leyti við hæfi islenzkra lesanda. En þó tel eg
ekki mikla hættu á að svo fari. Fjöldamargir íslendingar eru nu
orðnir talsvert hagvanir í víðlendum enskra bókmennta og ætti þeitn
ekki að verða torvelt að átta sig á þeirri efnismeðferð, sem hér er
viðhöfð. Og þar að auki er hinn íslenzki búningur þessarar bókar
svo úr garði gerður, að hún hlýtur að verða kærkominn gestur a
hverju menntuðu heimili á íslandi. Á. P■