Skírnir - 01.01.1932, Qupperneq 250
II
Skýrslur og reikningar.
Gísli J. Ólafsson, landssímastjóri, Reykjavík,
Guðm. Ólafsson, skipstjóri, Reykjavík,
Gunnar G. Björnson, bankaritari, Reykjavík,
Hannes Jóhannsson, Ithaca,
Hannes Ó. M. Bergland, Akureyri,
Hannes Thorsteinsson, fv. bankastjóri, Reykjavik,
Jón Pálsson, prestur, Höskuldsstöðum,
Magnus Th. S. Blöndahl, kaupmaður, Reykjavik,
Ragnheiður Blöndal, ungfrú, Reykjavík,
Sigurður Þorsteinsson, kennari, Minni-Borg,
Stefán Guðmundsson, fulltrúi, Fáskrúðsfirði,
Stefán Sveinsson, verzlunarmaður, Reykjavík,
Þorlákur Vilhjálmsson, bóndi, Rauðará.
Tii minningar um hina látnu risu allir fundarmenn úr sætum
sinum.
Forseti gat þess, að síðan haidinn var síðasti aðalfundur, hefðu
verið skráðir 35 nýir félagar.
2. Forseti las þvi næst upp ársreikning félagsins, endurs koð
aðan af endurskoðendum félagsins, án athugasemda. Var reikning-
urinn samþykktur í einu hljóði, umræðulaust.
Þá las forseti upp efnahagsreikning félagsins og reikninga yfir
sjóð frl. Margr. Lehmann-Filhés og afmælissjóð félagsins. Höfðu þeir
verið endurskoðaðir og ekkert verið við þá að athuga.
3. Þá skýrði forseti frá úrslitum kosninga, las upp fundargerð
kjörfundar. Höfðu þeir forseti og varaforseti verið endurkosnir með
nær 200 atkvæðum og sömuleiðis þeir tveir fulltrúar, er úr áttu að
ganga samkvæmt lögum félagsins, þeir Einar Arnórsson, prófessor,
og Sigurður Nordal, prófessor, með 189 og 183 atkvæðum. Alls voru
greidd atkvæði af 227 félögum, en sum þeirra voru ógild.
4. Þá voru kosnir endurskoðendur félagsins til næsta aðal-
fundar; voru hinir fyrri endurkjörnir með öllum atkvæðum.
5. Forseti skýrði þessu næst frá bókaútgáfu félagsins á þessu
ári. Kvað hann Skirnir myndi verða gefinn út með sömu stærð og
síðastliðið ár. Ennfremur lokahefti 12. bindis af Fornbréfasafni og
lokahefti 2. bindis af annálunum. Yrðu þessi 3 rit send öllum fé-
lagsmönnum. Ennfremur kvað hann hefði verið gefið út 2. hefti af
registri yfir Sýslumannaævir; væri nú eftir síðasta heftið af þvi, og
þar með verkinu öllu, en nú væri það hefti í prentun.
6. Þá skýrði forseti frá þvi, að stjórn félagsins legði í einu
hljóði til við fundarmenn, að kjörnir yrðu heiðursfélagar þessir 3
menn;
Sigfús Sigfússon, þjóðsagnafræðingur í Reykjavík,
Hjalmar Lindroth, prófessor í Gautaborg, og
Elias Wessén, prófessor í Stokkhólmi.