Valsblaðið - 01.05.1989, Síða 3

Valsblaðið - 01.05.1989, Síða 3
VALSBLAÐIÐ 41. tölublað 1989 Útgefandi: Knattspyrnufélagið Valur. Félags- heimili, íþróttahús og leikvelli að Hlíöarenda við Laufásveg. Ritstjóri: Þorgrímur Þróins- son. Umsjón með auglýsingum: Garðar Vil- hjálmsson. Filmuvinna og prentun: Prent- tækni Kópavogi. Valsblaðið vill þakka þeim ljósmyndurum sem ljáð hafa blaðinu lið með myndum sín- um. Sérstaklega Halldórí Halldórssyni en hann á flestar Ijósmyndir í Valsblaðinu. Hall- dór er ávallt boðinn og búinn til leggja Vals- blaðinu lið. DRAUMSÝN Jón Gunnar Zoega formaður Vals skrifar Fyrir tæpum 80 árum dreymdi nokkra unga drengi úr K.F.U.M. stóra drauma um stofnun fótboltafélags. Draumur þeirra rættist en varla hefur þá órað fyrir því að hvaða stærðargráðu félagið þeirra yrði 80 árum síðar. Fyrir 50 árum dreymdi stjórnarmeínn knattspyrnufélagsins Vals stóra drauma um framtíð félagsins að bóndabýlinu Hlíðarenda í Reykjavík. Draumar þeirra hafa verið að rætast en varla hafa þeir getað séð fyrir hina geysiöflugu aðstöðu Vals að Hlíðarenda eins og hún er í dag — eða hvað? Dagdraumar eru upphafið af stórframkvæmdum. Nauðsynlegt er að láta hugann reika og velta fyrir sér framtíðinni. Síðan þegar draumurinn hefur tekið á sig fasta mynd þarf að láta hendur standa fram úr ermum. Ekki er þó víst að dreymandanum takist að láta drauminn rætast en þá taka aðrir við. Okkur stjórnarmönnum félagsins dreymir stóra drauma um framtíð Vals. Okkur dreymdi um það að kapella yrði reist að Hlíðarenda til minningar um séra Friðrik Friðriksson. Sá draumur er að rætast. Okkur dreymir um nýtt íþróttahús sem rúmi sjö þúsund áhorfendur og að það verði tekið í notkun fyrir heimsmeistarakeppnina í handknattleik sem hald- in verður á íslandi. Okkur dreymir um gervigrasvöll sem lagður yrði næsta sumar. Okkur dreymir um að fá yfirráð yfir öllu landi sem afmarkast af nýrri Hring- braut og Hlíðarfæti. Okkur dreymir um glæsta sigra á keppnisvöllum. Draumarnir eru að skýrast — nú þarf að taka til hendinni, bretta upp ermarn- ar og láta draumana rætast. Á árinu 1991 á knattspyrnufélagið Valur 80 ára afmæli. Þeirra tímamóta verður minnst á veglegan hátt. Ekki verður það betur gert en með því að láta sem flesta drauma okkar rætast. Breyta draumum í veruleika. 3

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.