Valsblaðið - 01.05.1989, Blaðsíða 18

Valsblaðið - 01.05.1989, Blaðsíða 18
íslandsmeistarar Vals 1980. Aftari röð frá vinstri: Volker Hofferbert þjálfari, Þorgrímur Þráinsson, Þorsteinn Sigurðsson, Magni Bl. Pétursson, Dýri Guð- mundsson, Magnús Bergs, Matthías Hallgrimsson, Sævar Jónsson, Ólafur Danivalsson, Júlíus Júlíusson, Hörður Júlíusson og Hcrmann Gunnarsson. Fremri röð frá vinstri: Sigurður Sveinbjörnsson, Hilmir Ágústsson sjúkraþjálfari, Atli Geir Jóhannesson, Jón Einarsson, Óttar Sveinsson, Ólafur Magnús- son, Guðmundur Þorbjörnsson, Sigurður Haraldsson, Grimur Sæmundsen og Albert Guðmundsson. — Ef þú ætti þess kost að leika einn leik aftur, til þess að fá einhverju breytt, hvaða leik mundir þú þá velja? „Leikinn gegn Austurríki erlendis síðast- liðið sumar. Það er sorgleg staðreynd að okk- ur vantaði aðeins herslumuninn á því að kom- ast alla leið í úrlsitakeppni heimsmeistara- keppninnar. Ef hugarfarið fyrir leikinn og allur undirbúningur hefði verið eins og frek- ast var kostur hefðu úrslitin getað orðið önn- ur. Ég er fullviss um það. ísland var að leika sinn mikilvægasta landsleik frá upphafi og vegna skipulagsleysis voru sumir landsliðs- menn að leika erfiðan deildarleik rétt fyrir leikinn. Þetta eru forkastanleg vinnubrögð sem koma vonandi ekki fyrir aftur. ísland fékk flest stig allra liða sem voru neðst í sín- um liðum. Ef okkur hefði líka verið sagt fyrr að KSÍ fengi sendar 100 milljónir fyrir það eitt að komast til Italíu hefði örugglega verið hægt að fá menn til að leggja sig betur fram. Að mínu mati hefði átt lofa leikmönnum t.d. 500.000 krónum á mann fyrir sigur gegn Austurríki í hvorum leiknum fyrir sig ef það myndi duga til að tryggja íslandi þátttökurétt í lokakeppninni. Ef það hefði tekist hefði hver leikmaður fengið 1 milljón og KSÍ setið eftir með 86 milljónir. Þegar svona stendur á verður að gera allt til að ná settu marki. Þetta tækifæri fáum við kannski ekki aftur fyrr en eftir áratugi.” — Ertu sáttur við þinn knattspyrnuferil? „Já, ég er mjög sáttur við hann. Ég hef leik- ið víða og upplifað margt og haft sérstaklega gaman af því að leika á íslandi á milli þess sem ég lék annars staðar.” — Hvað ráðleggur þú ungum strákum í þessum efnum? „Fyrst og fremst að flýta sér hægt og taka út þroska heima áður en þeir leggja út í at- vinnumennsku ef þeir eiga þess kost. Auðvit- að eru til undantekningar á þessu eins og Arnór og Ásgeir sem fóru utan mjög ungir. En þeir voru líka afburðasnjallir. Ungir strákar verða að gera sér grein fyrir því að i hinum harða heimi atvinnumennskunnar er mjög auðvelt að brjóta ungling niður. Þetta er ekkert sældarlíf. En úr því við erum að ræða unga stráka sem hafa alla burði til þess að ná langt er ekki úr vegi að minnast á það hugar- far sem mér finnst vera ríkjandi meðal flestra þeirra í dag. Mér finnst á mörgum strákum, sem eru að koma upp úr 2. flokki, að þeir telji það sjálfsagðan hlut að labba beint inn í meistaraflokksliðið. Takist það ekki í fyrstu tilraun fer allt í mínus. Margir þessara stráka halda að það sé bara valið í lið miðað við knattspyrnulega getu. Svo er ekki því þjálfari verður alltaf að hugsa um liðsheildina. Það er ekki valið í lið eftir því hve menn eru góðir að sóla eða halda bolta á lofti. Þetta hefur verið Svona leit Sævar út (eöa öllu heldur leit ekki út!) eftir samstuð við Valsmanninn í KA, Jón Grétar Jónsson, síðastliðið sumar. Þess má til gamans geta að Sævar er með bæði augun opin. dálítið áberandi hjá Val og ég held að margir af okkar ungu efnilegu strákum hafi verið gerðir að einhverjum stjörnum í yngri flokk- unum. Auðvitað eru undantekningar á þessu enda hefur það sýnt sig að þeir sem búa yfir réttu hugarfari ná lengst. Staðreyndin er sú að þú þjálfar hvorki upp hugarfar né „karakter”. Annað hvort hefur þú það eða ekki.” — Ef þú værir að byrja í fótbolta í dag með þá reynslu sem þú hefur þegar öðlast mundir þú þá breyta öðruvísi? „Það held ég ekki. Ég hef alltaf æft mjög mikið og notað veturinn vel. Metnaðurinn er svo mikill að ég hef aldrei getað haldið aftur að mér mjög lengi. Núna er metnaðurinn öðruvisi því ég reyni fyrst og fremst að hafa gaman af fótbolta í dag og ég er ekki eins al- varlegur í leikjum ogáður. Fyrir nokkrum ár- um yrti ég aldrei á andstæðing í leik en núna slær maður oft á létta strengi og ræðir málin. Ég er ekki frá því að sé maður afslappað- ur nær maður enn betri árangri. Stress sumra í leikjum er svo yfirgengilegt að það kemur niður á leik þeirra.” — Hvað gerir það að verkum að þú vinnur þig upp úr 5-C og endar sem atvinnumaður? „Ég tók út þroska mjög seint og var fremur lágvaxinn og mjósleginn fram eftir aldri. Ég mátti ekki vera að því að borða því ég var allt- af í fótbolta. Skyndilega fór allt af stað og stækkaði um 20 sentímetra á mínu fyrsta ári í 2. flokki og þá fóru hjólin fyrst að snúast. Árni Njálsson var þjálfarinn minn í 2. flokki og hann var með gífurlega erfiðar æfingar. Hann á mikinn þátt í því að ég styrktist og tók snöggum framförum.” — Er landsliðsferill þinn á enda? „Nei, ég held ekki. Ef næsti landsliðsþjálf- ari hefur not fyrir mig vænti ég þess að vera klár í slaginn. Ég hef áhuga á að taka þátt í næsta verkefni, sem er Evrópukeppni lands- liða. Annars verð ég að spyrja mig þeirrar spurningar í júni næstkomandi hversu mikið 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.