Valsblaðið - 01.05.1989, Side 27
VALSKONUR
Komið þið sæl!
Af okkur Valskonum er allt gott að frétta.
Eftir mikið fjör í starfi hjá okkur árið 1988,
þar sem við fræddumst um stjörnuspeki,
kynlíf og allt það sem gerist þegar við kveðj-
um þennan heim, hefur verið frekar rólegt
hjá okkur þetta árið.
Við byrjuðum eins og vanalega í janúar
með því að hafa jólaball fyrir börnin okkar
og annarra Valsmanna. Þessi jólaböll hafa
alltaf mjög vel sótt og mikið um fjör á þeim
— eins var í þetta skipti. Jólasveinninn hafði
rakað sig heldur mikið um jólin og var þess
vegna skegglaus. Ekki var neinn annar jóla-
sveinn á lausu þennan dag, svo jólasveinninn
tók það til ráðs að nota trefil í staðin fyrir
skegg. Hann leit því frekar út fyrir að vera kú-
reki úr bandarískum vestra en íslenskur jóla-
sveinn.
Aðalfundurinn hjá okkur var haldinn á
sjálfan bjórdaginn 1. mars. Átti nú að tæla
Valskonur á fundinn með þessum lángþráða
vökva. Ekki heillaði bjórinn meira en svo að
aðeins mættu 12 Valskonur að meðtalinni
stjórninni sem í voru 7 konur. Formaður Vals,
Jón Zoéga mætti á aðalfundinn og fræddi
okkur um starf annarra deilda innan Vals.
Einnig óskaði hann eftir því að Valskonur
hjálpuðu til með að fá ný húsgögn í nýju
kaffistofu félagsins en þar sem sjóður okkar
er frekar rýr, eins og hjá öðrum þessa dagana,
var byrjað á að kaupa bolla, drykkjarkönnur
og hnífapör. Hefur þetta vonandi komið sér
vel þegar Valsmenn og gestir þeirra hafa feng-
ið sér kaffi og meðlæti. Átti nú að fara fram
stjórnarkjör og hafði stjórnin mikinn áhuga
á að verða leyst frá störfum en þar sem svo fá-
ar voru mættar gekk stjórnarmeðlimum frek-
ar illa að fá einhverja í sinn stað. Svana, Jó-
hanna og Sigríður lögðu mjög mikla áherslu
að verða leystar frá störfum og komu Ása og
Sóley í þeirra stað.
Stjórn Valskvenna 1989 er þannig skipuð:
Bryndís Hreinsdóttir, formaður
Ingibjörg Kristjánsdóttir, gjaldkeri
Ása Kristjánsdóttir, ritari
Esther Magnúsdóttir
Guðlaug Ólafsdóttir
Sóley Ingadóttir
Eftir stjórnarkjör og þegar Jón Zoéga
hafði sannfært okkur um mikilvægi Vals-
kvenna innan Vals var drukkinn bjór og að
sjálfsögðu gengum við svo heim.
Þann 11. maí vorum við beðnar um að sjá
um veitingar á 78 áia afmæli Vals. Þegar
borðin svignuðu undan kökum og öðru góð-
gæti sem Valskonur höfðu bakað var mál
manna að Valskonur væru ómissandi innan
félagsins.
Við höfðum ákveðið að enda vetrarstarfið
SKÝRSLA VALSKVENNA
Esther, Emelía, Margrét, Magdalena, Sigríður og Guðlaug tóku iagið.
þann 28. maí með þvi að fara upp í okkar
kæra Valsskála. Þar átti að fara í leiki, grilla
pyslur og renna þeim niður með gosi — sem
sagt eiga skemmtilegan dag í Valsskálanum.
En vegna þess að snjóað hafði langt fram á
vor, var ófært að skálanum og ferðinni því
frestað um um tíma. Vonandi verður ferðin
farin einhvern daginn þegar vel viðrar.
Vetrarstarfið hófst hjá okkur 8. nóvember
með því að við ákváðum að vera myndarlegar
fyrir jólin og byrja strax að koma okkur í
jólastuð með því að taka fram handavinnu.
Mættu nú Valskonur með allt sitt jólaföndur
til að gefa öðrum hugmyndir. Guðlaug setti
hrærivélina í gang og bjó til deig og var byrj-
að að búa til alls konar aðventukransa og
annað jólaskraut úr þessu. Þegar okkar list-
rænu hendur höfðu leikið um þetta var lista-
verkið sett ofan í ofn og bakað. Þegar komið
var heim var þetta vel falið svo ekki yrði búið
að borða jólaskrautið fyrir jólin. Ekki er vafi
á að heimili okkar Valskvenna verða vel
skreytt um jólin.
Eins og venjulega í desmber var hið sívin-
sæla jólaglögg okkar Valskvenna haldið 8.
desember. Mikið var um fjör það kvöld þótt
jólaglöggið hafi ekki borið sitt barr síðan það
var haldið upp í Valsskála um árið og er enn
í minnum haft. Sem sagt, alltaf nóg að gera
hjá okkur Valskonum þótt mæting mætti
vera betri og nýjir félagar eru mjög vel þegnir.
Fyrir hönd Valskvenna
Ingibjörg Krisljdnsdóllir
Björg og Jóhanna skemmtu sér vel í jólaglögg-
inu. Ása og Ingibjörg fylgjast með.
Ása Kristjánsdóttir hafði heppnina með sér þeg-
ar dregið var í happdrætti kvöidsins.
27