Valsblaðið - 01.05.1989, Page 28
„KÓNGSINS KÖBEN“
Ferðasaga 7. og 8. flokks í körfubolta Svali Björgvinsson skrifar
Það var að morgunlagi 22. mars síðastlið-
ins að tuttugu piltar úr 7. og 8. flokki Vals í
körfubolta ásamt þremur fararstjórum
mættu eldhressir að Hlíðarenda. Mikill galsi
var í mannskapnum og á hálstauinu mátti
ráða að eitthvað stóð til (allir voru með spar-
islifsi). Ferðinni var heitið til höfuðborgar
Danaveldis, til að taka þátt í hinu árlega
körfuboltamóti fyrir táninga — Codan cup.
Þetta árið tóku hátt í 300 lið þátt í mótinu og
sendu Valsmenn tvö lið í keppnina. Þeir tutt-
ugu strákar sem fóru út skipuðu tvö jafnsterk
lið og léku liðin í sitthvorum sex liða riðlin-
um. Riðlarnir á mótinu voru fjölmargir. í
hverjum riðli léku öll liðin innbyrðis. Tvö
efstu lið hvers riðils komust áfram í úrslita-
keppnina en þau lið, sem lentu í öðru sæti í
sínum riðli, þurftu að keppa aukaleik til að
komast í 12 liða úrslit.
Á leiðinni til Keflavíkur og í flugvélinni
voru undirstöðuatriði danskrar tungu rifjuð
upp og Óli Rafn kenndi hvernig beita á tung-
unni til að ná hinum fágaða danska fram-
burði sem hann er svo þekktur fyrir. Haf-
steinn söng nokkur vel valin dönsk ættjarðar-
lög, t.d. hið þekkta HELO HAFSTEN. Haf-
steinn (sea-stone) var yfirfararstjóri og
bankastjóri ferðarinnar — maður sem þekkir
Kaupmannahöfn betur en lófana á sér. (Haf-
steinn er þekktur fyrir að þekkja lófana á sér
frekar illa!) Annar fararstjóri og sérstakur
fulltrúi heilbrigðisgeirans var Björn Zoéga,
sem gekk undir dulnefninu Bjössi í þessari
ferð. Greinarhöfundur var svo þriðji farar-
stjórinn og þjálfari liðanna að auki — maður
ættaður úr Hlíðunum.
Eftir að komið var til Kaupmannahafnar
og Robbi og Hafsteinn höfðu rætt vinalega
um bestu leiðina að skólanum þar sem við
gistum, fórum við og heimsóttum Jörgen
pizzusala. Jörgen þessi er glaðvær maður og
úrvals kokkur og því lá leið okkar oft til hans
þá daga sem við vorum úti.
Annan dag ferðarinnar hófst svo sjálf
keppnin og var fyrsti leikur Vals gegn banda-
ríska liðinu Dayton. Þrátt fyrir ágæta
frammistöðu töpuðum við þessum fyrsta leik
okkar 35:40
Annars urðu úrslit leikja Vals í undanriðl-
unum eftirfarandi:
LIÐ 1
Valur — Geb 2 97:14
Valur — Sisu 52:36
Valur — Herlev 39:32
Valur — Lurup 62:20
Valur — Hörsholm 1 78:14
LIÐ 2
Valur — Dayton 35:40
Valur — Sudwest 38:36
Valur — SBBK 2 39:38
Valur — Helsungör 2 77:23
Valur — Lundby 75:23
Lið 1 komst því beint í 12 liða úrslit en lið
2, sem tapaði einum leik í sinum riðli, þurfti
að keppa einn aukaleik um sæti í 12 liða úr-
slitum.
Á milli leikja og á kvöldin höfðust sprell-
fjörugir Valsmenn ýmislegt við og af vinsæl-
um skátaleikjum má nefna armbeygjukeppni
sem ísó vann með yfirburðum, sjómanns-
keppni sem reyndi á karlmennsku ungu pilt-
anna og kepptu þar til úrslita vöðvafjallið úr
8. flokki, Óli Rafn og austfirski harðjaxlinn
Kalli úr 7. flokki. Ótrúleg spenna ríkti í her-
búðum Valsmanna fyrir þessa keppni hvor
skyldi hljóta hinn hrikalega titil „Sjó-
manns-champ”! Eftir 27 sekúndna baráttu
lagði Kalli Óla og ákvað Óli að fá sér göngu-
túr um ganga skólabyggingarinnar, sem við
gistum í, til að jafna sig eftir ósigurinn.
Yfirleitt þurftum við að vakna snemma á
morgnana en það reyndist erfitt sökum galsa
kvöldið áður. Einnig vakti það athygli þegar
þolinmóður Hafsteinn tók sig til við að kenna
Þjóðverjum, sem sváfu í sama sal og við,
rammíslensk vögguljóð með góðum árangri.
Laugardaginn 25. mars hófst svo úrslita-
keppnin og þurfti lið 2 að byrjaá því að keppa
aukaleikinn við danska liðið Sisu um hvort
þeirra kæmist í 12 liða úrslit. Þessi leikur
vannst eftir geysilega spennu, 37:36, og kom-
ust bæði lið okkar því í 12 liða úrsliL
Lið 1 lenti á móti þýska liðinu Rist Wedel
og má til gamans geta að minnsti maður í
byrjunarliði þeirra var stærri en okkar stærsti
maður. í hálfleik vorum við 15 stigum undir
en í seinni hálfleik náðum við að saxá for-
skotið. Þrátt fyrir frábæran leik töpuðum við
28