Valsblaðið - 01.05.1989, Page 32
flokk og meistaraflokk, lét Geir Sveinsson og
Jakob æfa með meistaraflokki. „Við höfðum
mjög gott af því að æfa með meistaraflokki
en þá voru allir þessir frægu úr mulningsvél-
inni enn að Handboltamenn hita iðullega
upp í fótbolta og ég man að ég var oftar en
ekki smurður upp við rimlana þegar ég hætti
mér of nálægt Jón Pétri, Gísla Blöndal og
þessum skriðdrekum.”
Á sínu fyrsta ári í 2. flokki lék Jakob svo
sinn fyrsta leik á Islandsmóti með meistara-
flokki. Frumraunin var gegn KA í Laugar-
dalshöll og skoraði Jakob 7 mörk í leiknum.
„Fyrir þennan leik var ég búinn að spila eitt-
hvað í Reykjavíkurmótinu og Islandsmótinu
utanhúss þannig að ég var ekki alveg grænn.
Gunnar Lúðvíksson lék sömu stöðu og ég —
og þennan vetur skiptumst við á að leika í
horninu. Næsta vetur varég fastamaður í lið-
inu en Gunnar hættur því hann átti m.a. við
bakmeiðsli að stríða”
— Áttir þú þér einhverjar fyrirmyndir á
þínum yngri árum?
„Ég lá aðallega yfir spólum með erlendum
stórstjörnum. Ég átti heimsmeistarakeppn-
ina 1982 á spólu og lærði mikið, að ég held,
á þvi að horfa á þessa karla. Jú, ég hélt upp
á nokkra erlenda hornamenn og sérstaklega
þessa sovésku. Bjarni Guðmundsson var líka
ákveðinn fyrirmynd því hann var og er sterk-
ur hornamaður.”
Jakob hefur leikið hátt á þriðja hundrað
meistaraflokksleiki með Val og landsleikirnir
eru samtals 183 en ég spurði hvert væri eftir-
minnilegasta tímabilið með Val til þessa.
„Það er án efa keppnistímabilið 1987—88
— það er engin spurning. Forsaga þess tíma-
bils var dálítið sérstök því nokkrir leikmenn
ásamt þeim Pétri Guðmundssyni og Þórði
Sigurðssyni, báru hitann og þungann af því
að ráða þjálfara fyrir tímabilið með skömm-
um fyrirvara og mikil uppstokkun var í lið-
inu. Keppnistímabilið var einstaklega erfitt
og spennandi og var hreint stórkostlegt að
tryggja sér Islandsmeistaratitilinn á Hlíðar-
enda í hreinum úrslitaleik gegn FH. Það, sem
var líka svo skemmtilegt, var að þetta var
fyrsti veturinn sem leikið var í íþróttahúsinu.
Úrslitaleikurinn endaði 26:23 sællar minn-
ingar og við urðum íslands- Reykjavíkur- og
bikarmeistarar.”
— Hvað með liðið í fyrra sem varð einnig
Islandsmeistari?
„Það var í raun sterkara lið en árið áður
þegar litið er á einstaklinganna en vonbrigðin
í Evrópukeppninni urðu svo mikil. Það var
búið að gera 2—3 ára áætlun með liðið um að
ná toppárangri á Evrópumælikvarða en sú
áætlun raskaðist vitanlega um leið og Siggi,
Júlli og Geiri heldu utan.”
— Heldurðu að liðið í fyrra hafi verið
sterkara en hin eina sanna mulningsvél?
„Já, svo tel ég veta — með fullri virðingu
fyrir leikmönnum mulningsvélarinnar. Það
er alltaf erfitt að bera saman lið tveggja ólíkra
aldursskeiða en samt tel ég liðið í fyrra hafa
verið sterkara!’
— Heldurðu að Valsliðið sé loks búið að
finna taktinn í dag eftir fremur brösuga
byrjun?
„Já, ég held þaá Það hefur verið stígandi
í hverjum leik hjá okkur þótt okkur hafi ekki
tekist vel upp í Evrópukeppninni. Við áttum
Jakobi Sigurðssyni hefði ekki veitt af því að vera með vængi í Evrópuleiknum gegn Rabha Eto í Laug-
ardalshöllinni á dögunum þvi Valsmönnum gekk afleitlega í leiknum.
í erfiðleikum með varnarleikinn en nú er búið
að setja fyrir þann leka. Við vorum líka í erf-
iðleikum í sókninni en þegar við hættum að
leika eingöngu kerfisbundið fóru hlutirnar
að ganga upp. í sigurleiknum gegn FH lékum
við frjálsan bolta og þá sýndu menn sínar
réttu hliðar. Við höfum tæknilegum mönn-
um á skipa sem búa yfir mikilli reynslu og
slíkir menn geta leikið frjálsan sóknarleik.
Að mínu mati á ekki bara að byggja hand-
bolta upp á taktík eins og er mjög algengt á
Islandi.”
— Verður Valur íslandsmeistari í
handbolta?
„I dag stefnum við á hvern leik fyrir sig og
það eitt er nægt verkefni hverju sinni. Það er
svo margt sem getur spilað inn í heilt íslands-
mót og því er ógjörningur að segja til um
framhaldið. Við þurftum að byrja alveg frá
grunni í haust — vorum með nýja menn i ann-
arri hverri stöðu. I liðinu fram til þess tíma
léku menn sem voru búnir að vera saman frá
14 ára aldri. Það er alveg ljóst að maður full-
mótar ekki lið á einu ári. Auk þessa æfðum
við varla allir saman nema á síðustu 5 æfing-
unum fyrir mótið. Júlíus og Finnur voru með
21 árs landsliðinu á Spáni og Jón var í fótbolt-
anum þarnnig að ýmis vandamál steðjuðu að
í upphafi. I raun er það mjög gott að hafa
hreinlega ekki tapað fleiri stigum til þessa.”
íslandsmeistarar 3. flokks í knattspyrnu árið 1979. Aftari röð frá vinstri: Jóhann Larsen þjálfari, Gísli
Bjarnason, Ingólfur Helgason, Kristján Þórðarson, Leifur Gústafsson, Geir Sveinsson, Jakob Sig-
urðsson, Brynjar Gauti Sveinsson, Hciðar Friðjónsson, Birgir Kriðjónsson, Björgvin Hermannsson
umsjónarmaður. Fremri röð frá vinstrí: Sigurður Sigurðsson, Fannar Jónsson, Björgvin, Karl Hjálm-
arsson, Jóhann Holton, Ágúst, Magnús Ásmundsson, Ólafur Jósephsson (stendur) og Jón Scheving
Thoisteinsson.
32