Valsblaðið - 01.05.1989, Qupperneq 35
Ólafur og Guömundur voru mikilvægir hlekkir í liði 4. flokks sem varð íslandsmeistari í knattspyrnu
ir góðir knattspyrnumenn úr Reykjavík að á
Sandi og unnu við stöðuna. Ég minnist sér-
staklega Harðar Felixsonar sem nú er látinn
en hann lék með Val hér áður fyrr með góðum
árangri.
Ég flutti frá Hellissandi til Reykjavíkur
árið 1968 og var keppnismaður í körfubolta
í eittár í 1. deild með KFR (Körfuknattleiks-
félag Reykjavíkur). Flestir strákar þess liðs
stofnuðu síðan körfuknattleiksdeild Vals
árið 1970 að mig minnir. Meðal þeirra voru
Þórir Magnússon, Sigurður Helgason, Óli
Toll, Guðmundur Hallgrímsson og Einar
Matt.
— Varstu góður í körfubolta?
„Ég þótti efnilegur en staldraði stutt við í
boltanum því ég sótti sjóinn og hvarf þar með
af fjölunum áður en frægðarljóminn náði að
skína á mig,” segir Binni og brosir.
Brynjólfur var stjórnarmaður í körfu-
knattleiksdeild Vals á árunum 1984-1989 og
strax á sínu fyrsta stjórnarári stuðlaði hann
að því að strákarnir, Ólafur og Guðmundur,
sem höfðu eingöngu æft fótbolta fram til
þess tíma, fóru líka að æfa körfubolta. „Ég
hef alltaf haft meiri áhuga á að sinna yngri
flokkum ValsJ’ segir Brynjólfur. „Auðvitað
er það vegna þess að mér þykir gaman að
fylgjast með strákunum en líka vegna þess að
yngri keppendur höfða meira til mín.”
En hvað með Jóhönnu — húsmóðurina
sem stendur eins og klettur við hlið „bolta-
strákanna”. Hvar stendur hún í pólitíkinni í
íþróttunum?
„Ég var Frammari en fékk vitaskuld ekki
að vera það lengi. Ég ólst upp í Fram-hverfinu
en mér snérist hugur um leið og strákarnir
byrjuðu að æfa með Val.”
Ólafur og Guðmundur hófu knattspyrnu-
feril sinn í ÍR en dvöldu þar ekki lengi. „Þjálf-
arinn svaf alltaf yfir sig þannig að við fengum
alveg nóg af félaginu,” segir Guðmundur.
„Við kenndum þeim hvernig átti að komast
niður í Valsheimili með strætó og sendum þá
í Val,” segir Binni stoltur. „Það var ekkert vit
í því að hafa þá óánægða í ÍR þótt stutt væri
að fara.”
— Strákar munið þið eftirykkar fyrstu æf-
ingu hjá Val?
1989.
„Já, Halldór Halldórsson var þá þjálfari
og við æfðum fyrir neðan grasvöllinn á
drullusvæði. Núna er komið þar fínt æfinga-
svæði. Það var ekkert erfitt að byrja að æfa
með Val því við höfðum alltaf haldið með
Vai:’
— Hefur nokkurn tímann liðið dagur án
þess að þið hafið annað hvort leiki ykkur í
fótbolta eða körfubolta?
„Nei, það held ég varla,” segirGuðmundur
og Ólafur samsinnir því.
Þess má geta að strákarnir hafa borið út
Morgunblaðið frá 10 ára aldri, 70 blöð hvor,
sex daga vikunnar. Þeir fara á fætur rétt fyrir
klukkan sjö ogsinnaskyldunum, hvernigsem
viðrar. „Þetta er ágætt en auðvitað erum við
stundum þreyttir. Við erum oftast um hálf-
tíma að bera út þessi 140 blöð.”
Eins og áður sagði voru Ólafur og Guð-
mundur máttarstólpar í hinu sigursæla liði 4.
flokks síðastliðið sumar og kræktu sér í sinn
fyrsta íslandsmeistaratitil. Áður höfðu þeir
einu sinni hafnað í 2. sæti á íslandsmótinu en
5 sinnum í 2. sæti í körfuboltanum með Val.
„Oftast höfum við tapað fyrir Keflavík og við
erum búnir að leika svo oft við þá í körfu-
bolta og fótbolta að þeir eru bara orðnir hinir
bestu kunningjar okkar. Margir sömu strák-
anna spila bæði körfubolta og fótbolta í
Keflavík og lenda því svo oft á móti okkur.
Þeir buðu okkur meira að segja í heimsókn
og mat síðastliðinn vetur á milli leikja”
í úrslitaleik 4. flokks í sumar sigraði Valur
FH 5:0 og skoraði Guðmundur þrjú mörk í
leiknum. Báðir hafa þeir verið valdir leik-
menn ársins í sínum flokki í körfubolta og
hefur Guðmundi hlotnast sá heiður tvisvar en
Ólafi einu sinni. Ekki vildu þeir gera upp á
milli íþróttagreinanna og sögðu að á veturna
væri körfuboltinn skemmtilegri en fótboltinn
á sumrin. Svo mörg voru þau orð.
Brynjólfur kom inn á umræðuna um for-
eldrastarf í Val og sagði að foreldrar ættu, að
hans mati, að taka meiri þátt í starfinu í félag-
inu. „Fólk verður að fara að átta sig á því
hversu gífurlegt uppeldislegt gildi íþróttir
hafa fyrir börnin. I íþróttum læra börn og
unglingar að taka tillit hvert til annars og þau
öðlast mikilvægan þroska í íþróttum. Nú á
tímum færist ofbeldi, eiturlyf og önnur leið-
indi sífellt í vöxt og eru krakkar því hvergi bet-
ur geymdir en hjá íþróttafélögunum. Foreldr-
ar verða að fara að átta sig á þessu innan tíðar
og leggja sitt af mörkum”
— Jóhanna, hvað finnst þér?
„Já, ég er innilega sammála þessu og ég hef
kynnst konum sem hafa tekið þátt í foreldra-
starfinu í síauknum mæli og líkað það vel
þótt þær hafi ekki haft mikinn áhuga á
íþróttum sjálfar. Þær hreinlega smitast af
starfinu og félaginu þegar þær koma niður að
Hlíðarenda. Foreldrar verða að fara að átta
sigá því hvað liggur að baki þess að krakkarn-
ir þeirra segi; „bless ég er að fara á æfingu.”
íþróttafélögin eru að ala upp unglingana og
þau þurfa allan þann stuðning sem völ er á.”
— Hvernig er að halda heimili sem er yfir-
fullt af íþróttamönnum?
„Það er ánægjulegt því ég er mjög ánægð
með það að mitt fólk sé íþróttalega sinnað.
Auðvitað er varla um fasta matmálstíma að
ræða og þvottavélin yfirleitt úttroðin en ég set
það ekki fyrir mig. Ég hef mikla ánægju af
þessu öllu saman.”
Tvíburarnir Ólafur og Guðmundur — eða var það Guðmundur og Ólafur? Ólmundur er kannski best?
35