Valsblaðið - 01.05.1989, Side 44
NIKE-mótið
Lárus Hólm skrifar:
í apríl fór fram að Hlíðarenda körfuknatt-
leiksmót fyrir 4. og 5. bekk grunnskólans.
Mótið var haldið í samvinnu körfuknatt-
leiksdeildar Vals og NIKE-umboðsins á ís-
landi Austurbakka hf. Alls tóku 19 lið frá eft-
irtöldum skólum þátt í mótinu.
Fossvogsskóli
Breiðagerðisskóli
Seljaskóli
Hólabrekkuskóli
Grandaskóli
Æfíngadeild Kennaraháskólans
Álftamýrarskóli
Hlíðarskóli
Snælandsskóli
Hvassaleitisskóli
Árni Árnason, framkvæmdastjóri Austur-
bakka, afhendir eina af mörgum viöurkenning-
um sem veittar voru á mótinu.
Það var oft hart barist á Nike-mótinu og margar hendur sem vildu fanga knöttinn.
I eldri flokki voru 12 lið og 7 í yngri flokki.
Heildarfjöldi þátttakenda var á milli
180—190, hressir krakkar á aldrinum 10—12
ára. Af hálfu skipuleggjenda mótsins var tek-
in sú stefna að leggja áherslu á gildi almennr-
ar þátttöku í íþróttum og það að vera með.
Þess vegna fengu allir þátttakendur sérstakar
veifur til minningar um þátt þeirra í mótinu.
Þá voru einnig veitt sérstök verðlaun fyrir
prúðmennsku. Að auki voru verðlaun til
handa sigurvegurum mótsins í hvorum flokki
svo og einstaklings verðlaun. Sérstök dóm-
nefnd var starfandi á mótinu, sem valdi prúð-
asta liðið og þá einstaklinga sem verðlaun
hlutu. í dómnefndinni voru leikmenn frá ný-
krýndum íslandsmeisturum Keflavíkur og
Bikarmeisturum Njarðvíkur svo og ívar
Webster úr KR og Torfí Magnússon frá Val.
Mótið hófst með setningarathöfn í hinu
nýja íþróttahúsi Vals, þar sem formaður Vals,
Jón Gunnar Zöega, bauð keppendur vel-
komna og setti mótið. Mótsstjóri var Sigvaldi
Ingimundarson. Alls fóru fram 50 leikir á
þremur keppnisvöllum.
Að loknu móti afhenti Árni Árnason fram-
kvæmdastjóri Austurbakka verðlaun, sem öll
voru gefin af NIKE-umboðinu. Voru það
bæði verðlaun til eignar og svo farand-verð-
launagripir, en gert er ráð fyrir að mót þetta
verði árviss atburður.
Prúðustu liðin voru frá Breiðagerðisskóla
og Snælandsskóla. Sigurvegari í yngri flokki
var lið frá Seljaskóla og þaðan kom einnig
sigurvegari í eldri flokki. Einstaklingsverð-
laun hlutu Þorbjörn Sveinsson, Breiðagerði-
skóla, Þórður Bjarnason, Seljaskóla, Jón
44