Valsblaðið - 01.05.1989, Síða 54

Valsblaðið - 01.05.1989, Síða 54
Þegar Pétur var ungur gat hann gert flest með knöttinn utan þess að fá hann til að tala. Pétur er fyrsti gulldrengur Vals. merkinu. Tók það flesta tvö sumur að vinna til brons, silfurs og gulls. Þrautirnar fólust m.a. í því að skalla boltann og halda honum á lofti en erfiðast þótti mönnum að taka bolt- ann upp á hnéð, færa hann upp á höfuðið og skalla hann svo ofan í körfuna. Þessar þrautir höfðu gífurlegt gildi á sínum tíma því strákar víðs vegar um landið æfðu sig í þeim alla daga. Þetta var mikil lyftistöng fyrir íslenska knattspyrnu.” — Verður ljómi æskuáranna í Val ekki sterkari því iengra sem líður frá þeim tíma? „Það var alveg einstakt að alast upp í Val og ljóminn yfir þessum tíma er sterkur. Ég var daglegur gestur á Hlíðarenda frá fimm ára aldri þar til ég var orðinn sextán ára. Ég fylgdist með gamla íþróttahúsinu rísa frá fyrsta degi til hins síðasta og var í fyrsta íþróttahópnum sem hljóp inn á gólf þess. Húsið var höll síns tíma því slík bygging þekktist varla. Starfið að Hlíðarenda marg- faldaðist í kjölfar hússins og félagsstarfið var einstakt. Ég mun heldur aldrei gleyma mann- lífinu á Hlíðarenda á þessum árum því svæð- ið var ekkert annað en dagheimili fjölda stráka. Ef þeir voru ekki sjálfir að æfa fylgd- ust þeir með æfingum meistaraflokksstrák- anna. Ég gleymi heldur aldrei Valda og Helgu sem bjuggu í íbúðarhúsinu að Hlíðarenda á þessum árum því þau voru eins og foreldrar allra. Það var hægt að banka upp á hjá þeim á öllum tímum sólarhringsins til þess eins að fá plástur eða biðja þau um að pumpa í bolt- ana eða reima þá. Boltar voru reimaðir á þess- um árum. Áður en íþróttahúsið var tekið í notkun árið 1958, var aðeins einn búnings- klefi að Hlíðarenda og þar var alltaf mikill hamagangur í öskjunni!’ Á árunum 1963 —64 hvarf Pétur frá Hlíð- arenda um sinn en hann var þó alltaf í seiling- ar fjarlægð. Hann hellti sér útí vinnu og fé- lagsstörf, var formaður Heimdallar og vann mikið fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann var um tíma í stjórn Sambands ungra Sjálfstæð- ismanna, sat bæði í Æskulýðsráði Reykjavík- ur og í stjórn Æskulýðssambands íslands og í stjórn Hjálparstofnunar kirkjunnar. Árið 1966 hófst undirbúningur hægri umferðar og árið 1969 var Pétur ráðinn fyrsti fram- kvæmdastjóri Umferðarráðs. „Ég vissi alltaf hvað var að gerast í herbúðum Vals þótt ég kæmi ekki niður að Hlíðarenda daglega,” seg- >. ir Pétur. „Vinaböndin voru öll Valsmegin og fór því fátt fram hjá mér. Árið 1976 kem ég svo aftur heim á Hlíðarenda, þá sem formað- ur knattspyrnudeildar. Það var eiginlega Hermanni Gunnarssyni og Halldóri Einars- syni að „kenna” að ég tók við formennskunni því þeir sóttu fast að mér með það Ég fékk til liðs við mig gamla góða félagsmenn sem ólust upp með mér í gegnum yngri flokkana og svo var tekið til óspilltra málanna. Ég fann það strax að mér var það styrkur að hafa ver- ið í hvíld frá félaginu því ég var ekki lengur fastur liður í umhverfmu. Það var í raun kom- inn tími til þess að hrista aðeins upp í knatt- spyrnunni í Val. Valur hafði aðeins þrisvar sinnum orðið íslandsmeistari á 30 ára tíma- bili. Það var árin 1956, 1966 og 1967. Þetta var farið að há starfinu í Val. Við höfðum frá- bæru liði á að skipa strax árið 1976 en áður hafði bara vantað keppnisandann, kappið og vissar stílbreytingar á félagslegu hliðinni. „Það gekk bókstaflega s allt upp“ Mér fannst líka nauðsynlegt að skapa meist- araflokknum meira sjálfsöryggi. Fljótt myndaðist góð stemmning og við áttum von á Youri Ilitchev sem hafði verið áður hjá fé- laginu. Það gekk bókstaflega allt upp á þess- um árum. Mér er þó eitt sérstaklega minnis- stætt frá árinu 1976. Fyrir keppnistímabilið héldum við baráttufund með meistaraflokki þar sem við stóðum allir upp og samþykktum einróma og formlega að verða íslandsmeist- arar. Stemmning þessa augnabliks er mjög sterk í minningunni og vitanlega stóðum við við það auk þess við urðum líka bikarmeistar- ar!’ Pétur var formaður í fjögur ár, út árið 1979 og fram til þess tíma var um samfellda sigur- göngu hjá Val að ræða. Liðið sprakk út eins og rós og hvert aðsóknarmetið á fætur öðru á Valsleiki var slegið. „Þessi sigurganga hafði mikla félagslega þýðingu fyrir Val. Meðal þess sem við létum gera var að klæðskera- sauma föt á meistaraflokkinn sem leikmenn > áttu að mæta í í leiki. Þetta þótti slík nýlunda að það varð að aðhlátursefni sumra. Sumir leikmenn voru svo feimnir að þeir mættu í þykkum frakka yfir jakkafötin til þess að fela þau þótt steikjandi sól væri og hiti. En Valur varsem fyrrfrumkvöðullá þessusviðisem og mörgum öðrum. Við vorum ekki að búa til einhver flottheit eða vorum með yfirborðs- kennd . þetta var liður í sálfræðinni. Við vild- um skapa sterkan Valskeppnisanda og sam- kennd sem Valur hefur siðan, búið að. Vals- 54

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.