Valsblaðið - 01.05.1989, Síða 58
FARANDBIKAR 2. FLOKKS
Sú nýlunda var tekin upp á uppskeru-
hátíð knattspyrnudeildar í nóvember
síðastliðnum að afhentur var bikar sem
Kristján Bernburg, fréttamaður DV í
Belgíu og fyrrum þjálfari yngri flokka
Vals, gaf. Bikarinn varðveiti í eitt ár sá
leikmaður 2. flokks, á síðasta ári í flokk-
um, sem hefur sýnt mikla foystuhæfi-
leika og stuðlað að heilbrigðum keppnis-
anda í yngri flokkum Vals. Stjóm knatt-
spyrnudeildar hafi umsjón með vali leik-
mannsins og feli hún þriggja mann
nefnd að sjá um valið ár hvert. Auk þess
hefur nefndin samráð við þjálfara og
liðsstjóra yngri flokkanna.
Að þessu sinni féll bikarinn Steinar
Degi Adolfssyni í skaut og kemur það
fæstum á óvart. Steinar hefur verið lykil-
maður í 2. flokki um þriggja ára skeið og
æft með meistaraflokki síðustu tvö árin.
Hann vann sér fast sæti í byrjunarliði
meistaraflokks þegar leið á síðastliðið
sumar og sýndi þá að sannaði að hann er
framtíðarmaður í liði Vals. Valsblaðið
óskar Steinari og Ólafsvíkingum til
hamingju með árangurinn.
Steinar Dagur Adolfsson
YNGRI VALUR 1916
Á aðalfundi Vals í apríl 1916 var mikið
rætt um að stofna deild fyrir yngri félaga
í Val og var skipuð nefnd til að annast
málið. Ákveðið var að leita samstarfs við
Væringja, sem var deild innan KFUM,
og því eðlilegt að drengir þaðan gengju
í Val. Vann nefndin ötullega að málinu
og í ágúst var deildin „Yngri Valur”
stofnuð með 13 ungum drengjum úr
KFUM. Deildin hafði 2 æfingar í viku
með góðum árangri og virtist hún geta
orðið góð uppeldisstofnun fyrir unga
drengi í knattsparki. Er ekki ósennilegt
að þetta skref, sem tekið var með því að
stofna „Yngri Val” á þessu augnabliki,
hafi bjargað því að félagið lognaðist útaf
um 1920. Þá átti félagið í miklum erfið-
leikum þar sem þeir eldri voru nær allir
hættir að keppa. Það var því mikið
heillaspor stigið og það sannar áþreifan-
lega að aldrei má gleyma því að maður
verður að koma í manns stað, ef framtíð-
in á að vera tryggð. Þetta skynjuðu þessi
ágætu brautryðjendur og höguðu sér
samkvæmt því.
Eftirtalin fyrirtæki óska Valsmönnum gleöilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Eimskip hf. Pósthússtræti 2 Guðmundur Arason Skútuvogi 4
Lýsi hf. E.TH. Mathíesen hf. Bæjarhrauni 10, s. 651000
Skífan hf. Efnalaugin Perlan Sólheimum 35, s. 38322
Harpa hf. Efnagerðin Valur Dalshrauni 1, s. 53866
Reykvísk endurtrygging s. 29011 Nýja Bílahöllin Funahöfða 1, s. 672777
Stefán Thorarensen hf. Síðumúla 32, s. 686044 Hagkaup hf.
Osta- og smjörsalan hf. Gunnars majones sf. Suðurlandsbraut 6