Valsblaðið - 01.05.1989, Page 61

Valsblaðið - 01.05.1989, Page 61
WALTER GEIR GRIMSSON Leikmaður 5. flokks í handbolta Walter Geir er 12 ára gamall en hann byrj- aði að æfa handbolta á eldra ári í 6. flokki. „Ég hélt eiginlega fyrst með KR en þar sem Bjarni bróðir minn er í Val ákvað ég líka að fara í Val.” Walter byrjaði líka í fótbolta en hætti fljótt. „Mér fannst ég bara lélegur í fótbolta og hætti strax. í handboltanum leik ég í vinstra horninu og finnst það ofsalega gam- an.” Walter er fastamaður í A-liðinu en á dög- unum varð 5. flokkur Reykjavíkurmeistari er það lagði ÍR að velli í úrslitaleik 10—7. „Ég held að ég hljóti að hafa tekið einhverjum framförum að undanförnu en þjálfari minn er Valdimar Grímsson. Hann er mjög góður og skemmtilegur þjálfari og ég held mest upp á hann í handboltanum. Helst vildi ég æfa þrisvar sinnum í viku en við æfum bara tvisv- ar.” Walter segir að það sé dálítill rígur á milli hans og Bjarna bróður því hann er 13 ára og æfir líka handbolta með Val. Þeir leika í sama flokki annað hvert ár en þá er Walter vitan- lega á yngra ári. „Það eru þrjár túrneringar eftir í vetur hjá okkur og ég vona að við kom- umst upp í 1. deild í næstu túrneringu.” Walter segist ætla að æfa handbolta af krafti næstu árin og stefnir vitanlega á topp- inn en hann er alveg óráðinn í því hvað hann ætlar að læra í framtíðinni. GERÐUR JÓHANNES- DÓTTIR Leikmaður 4. flokks í handbolta Fyrirliði 4. flokks í handbolta heitir Gerð- ur Jóhannesdóttir. Hún var fyrst spurð hvernig það væri að vera fyrirliði. „Það er allt í lagi. Ég geri fátt annað en að heilsa dómara enn sem komið er. Kannski breytist það seinna!’ Handboltaiðkun Gerðar hófst þegar hún var 10 ára gömul en þá mætti hún ásamt vin- konu sinni á æfingar með 3. flokki. 3. flokk- ur er skipaður 16 ára gömlum stelpum og því dundaði Gerður sér með bolta úti í horni ásamt vinkonu sinni. „Þetta er eiginlega fyrsti veturinn sem 4. flokkur keppir í handbolta. í fyrravetur átti Stanislaw að þjálfa okkur en hann mætti 4 sinnum allan veturinn. Það var því mikil upp- lausn í flokknum þar til Katrín Friðriksen tók við okkur í haust. Núna höfum við því þjálf- ara, keppum á móti og þetta er allt annað líf. Við leikum i 3. riðli í túrneringunum og síðast höfnuðum við í 4. sæti. Okkur fer stöðugt fram að mínu áliti. Fyrsti leikur Gerðar með 4. flokki var gegn KR á Reykjavíkurmótinu. „Við töpuðum 4:20 en öllum fannst við hafa staðið okkur vel því við vorum að spila okkar fyrsta leik.” Á sumrin hefur Gerður verið í sveit í Fljóts- hlíð en þar hefur hún æft frjálsíþróttir. Hún er því íþróttamanneskja fram í fingurgóma og kemst fátt annað að hjá henni. „Annars hef ég líka mikinn áhuga á hestum og ferða- lögum!’ Gerður segist vera mjög ánægð með ung- lingastarfið hjá Val þessa stundina og segir að margt sé gert fyrir flokkinn hennar. „Við höf- uni verið að pakka inn bókum Halldórs Lax- ness og selja jólarósir til fjáröflunar þannig að það er í mörg hom að líta.” Alfreð Gíslason er í uppáhaldi hjá Gerði en hún segist vitanlega stefna á það í framtíðinni að komast í meistaraflokk. BREKI JOHNSEN Leikmaður 4. flokks í fótbolta og 5. flokks í handbolta Breki Johnsen er 12 ára gamall og enginn venjulegur markaskorari. Síðastliðið sumar skoraði hann í hverjum einasta leik sem hann tók þátt í með 5. flokki — samtals 62 mörk en hann er núna genginn upp í 4. flokk. „Jú, eflaust er ég markagráðugur en verða fram- línumenn ekki að vera það? Mest skoraði ég gegn Þrótti á Peyjamóti í Vestmannaeyjum eða 5 mörk. Þar var ég eiginlega á heimavelli því pabbi minn er Vestmannaeyingur.” Breki varð Reykjavíkurmeistari með 5. flokki síðastliðið vor og sömuleiðis Reykja- víkurmeistari í handbolta með 5. flokki um daginn. „Ég leik í vinstra horninu í handbolt- anum en ég er ekki fastamaður í liðinu. Eigin- lega þykir mér skemmtilegra í fótbolta því ég er betri að sparka en kasta. Annars var dálítið skrýtið síðastliðið haust að við vorum ekki með neinn þjálfara í innanhússfótboltanum en svo tók Róbert Jónsson við okkur. Núna æfi ég tvisvar handbolta og tvisvar fótbolta í viku.” Breka líst vel á næsta sumar í fótboltanum en segir að það verði dálítið erfitt að vera á yngra ári í 4. flokki. „Maður verður bara að láta sig vaða í þetta og gera sitt besta til þess að komast í lið.” Hann segist langa til þess að verða atvinnu- maður í fótbolta en uppáhaldsliðin hans eru Tottenham og Arsenal. „Ég held eiginlega mest upp á Ásgeir Sigurvinsson og Sigurð Jónsson.” Áhugamál Breka fyrir utan boltagreinarn- ar er skíðaiðkun og svo hefur gaman af að ferðast. „Ég hef komið til Þýskalands, Lux- emborgar, Frakklands, Spánar og svo hef ég 10 sinnum farið til Flórída. Mamma er nefni- lega flugfreyja.” 61

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.