Valsblaðið - 01.05.1989, Qupperneq 62

Valsblaðið - 01.05.1989, Qupperneq 62
RAGNAR ÞÓR JÓNSSON Leikmaður í unglingaflokki og meistaraflokki í körfubolta Ragnar Þór er tvítugur og einn af framtíð- armönnum Vals í meistaraflokki. Hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik gegn KR í úr- valsdeildinni fyrir 2 árum og stóð sig vel. „Ég var settur inná vegna meiðsla annarra leik- manna og mér tókst að klúðra boltanum nokkuð oft ofan í körfuna. Ég kom sjálfum mér mest á óvart í leiknum og við sigruðum óvænt. Annars fékk ég lítið að spila fyrr en í fyrra þegar Einar og Svali meiddust. Það var gaman að koma inn í liðið því við unnum 8 leiki í röð og tryggðum okkur þátttökurétt í úrslitakeppninni” Ragnar hefur orðið Reykjavíkurmeistari með sínum árgangi síðastliðin 4 ár en hann varð íslandsmeistari í fyrsta skipti á síðasta keppnistímabili með unglingaflokki. „Ég held að þetta hafi verið fyrsti íslandsmeist- aratitill Vals í yngri flokkunum í 15-20 ár. Ánægjan var því mikil.” Eins og margur var Ragnar upphaflega í öllum þremur boltagreinunum en körfubolt- inn tók fljótt yfirhöndina. Hann hefur þrisv- ar sinnum verið valinn besti leikmaður síns flokks og skoraði eitt sinn 37 stig í einum hálfleik með 1. flokki. En hvað segir hann um möguleika Vals í úrvalsdeildinni í vetur? „Við ætlum okkur í úrslit — það er alveg á hreinu. Við eigum 12 leiki eftir þannig að enn er von. Nokkrir jafnir leikir hafa tapast þann- ig að við eigum hæglega að geta rétt úr kútn- um” Ragnar segist verið ánægður með starfið í kringum yngri flokka Vals — sérstaklega hin síðari ár. „Núna eru gerðar meiri kröfur til þjálfara í yngri flokkunum og það kallar á meiri framfarir.” Ragnar æfir reglulega með meistaraflokki ásamt flestum leikmönnum unlingaflokks- ins. Hann stefnir að því að verða íslands- meistari með meistaraflokki en hann segir að ekki sé raunhæft að reikna með því næstu ár- in. „Við erum að byggja upp nýtt lið og það tekur sinn tíma. Það var súrt að missa Tómas Holton til Ungverjalands en hann er að mínu mati besti körfuboltamaður íslands.” ÓLAFUR STEFÁNSSON Leikmaður 3. flokks í handbolta og 2. flokks í fótbolta Það má með sanni segja að þeir leikmenn 3. flokks í handbolta sem eru fæddir árið 1973 séu framtíðarmenn menn Vals. Kjarni flokksins er sterkur og á eldra ári í 5. og 4. flokki töpuðu þeir aldrei leik. fslands- og Reykjavíkurmeistaratitillinn varð því þeirra bæði árin og vonandi vinnst íslandsmótið líka í vetur. Ólafur Stefánsson er einn leik- manna þessa sterka kjarna en hann hefur hingað til leikið í hægra horninu. Á síðustu árum hefur hannstækkaðsvo ört aðTheodór Guðfinnsson þjálfari segjr að Stefán sé fram- tíðar skytta. „Ég er eiginlega hundóánægður með það að stækka svona því helst vildi ég vera lítill snaggaralegur hornamaður. En maður deilir víst ekki við þjálfarann” Ólafur byrjaði í handbolta 6 ára gamall en hóf að iðka knattspyrnu fjórum árum síðar. Kjarninn í handboltanum er líka í fótbolta en einhverra hluta vegna hefur strákunum geng- ið betur í handboltanum. „Eflaust vel ég handboltann þegar fram í sækir þvi hann virðist eiga betur við mig. Það hefur líka myndast betri stemmning í kringum hand- boltann en fótboltann einhverra hluta vegna.” Ólafur segir aðspurður að sér hafi fari tölu- vert fram síðustu tvö árin enda hefur hann stækkað mikið á þeim tíma. Hann æfir og leikur í vetur bæði með 2. og 3. flokki og æfir yfirhöfuð fiórum sinnum í viku. „Ég vonast til þess að við höldum uppteknum hætti í 3. flokki og verðum íslandsmeistarar. Annað á ekki að koma til greina. Þegar heimsmeistarakeppnin verður hald- in á Islandi 1995 verður Ólafur 22 ára og ég spurði hann hvort það væri ekki draumurinn að taka þátt í þeirri keppni. „Auðvitað er það markmiðið að komast í landsliðið en þetta verður allt að hafa sinni gang. Strákarnir í 3. flokki eru mjög jafnir að getu og samkeppni um stöður er því mikil. Við reynum allir að gera okkar besta.” Ólafur er á fyrst ári í MR og segist stefna á nám í verkfræði í framtíðinni. „En auðvitað væri gaman að geta framleytt sér á hand- boltaiðkun þegar fram í sækir.” ÁLFGEIR KRISTJÁNSSON Leikmaður 8. flokks í körfubolta og 3. flokks í fótbolta Álfgeir er einn fjölmargra Valspilta sem leggja stund á tvær íþróttagreinar og ná góð- um árangri í báðum. Hann var markvörður hins sigursæla 4. flokks síðastliðið sumar og leikur með 8. flokki í körfubolta. Álfgeir byrjaði í körfubolta hjá Val árið 1985 eftir að hafa fengið sent bréf frá körfu- knattleiksdeild Vals þar sem honum var boð- ið að mæta á æfingar. „Ég bý rétt hjá Vals- heimilinu þannig að það var stutt að fara. Ég byrjaði í minni-boltanum hjá Val og hóf sömuleiðis að stunda innanhússæfingar í fót- bolta. Það verður erfitt að gera upp á milli greinanna þegar fram í sækir því mér þykir gaman af þeim báðum. Ég hef ákveðið að láta minn persónulega árangur í annarri hvorri greininni ráða úrslitum. Ef ég tel mig eiga meiri framtíð fyrir mér sem markvörður vel ég vitaskuld fótboltann. í vetur erum við búnir að taka þátt í einni túrneringu og við töpuðum aðeins einum leik — gegn Keflavík. Það vantaði sterka leikmenn í liðið okkar þannig að þegar uppi er staðið tel ég okkur eiga góða möguleika á að verða íslandsmeist- ara.” Álfgeir segist vera sáttur við unglingastarf- ið hjá Val en verða stundum fúll þegar eldri flokkar þurfa að taka af þeim æfingatíma. „Samt skil ég það mjög vel því að meistara- flokkurinn er eini flokkurinn sem gefur af sér peninga og þess vegna verður hann að ganga fyrir” Næsta sumar leggst vel í Álfgeir þótt hann verði á yngra ári í 3. flokki. „Við verðum nán- ast allir á yngra ári í flokknum þannig að þetta verður vonandi ekki svo strembið. Auð- vitað verður samt erfitt að keppa við stráka sem era ári eldri en við eigum samt góða möguleika!’ Álfgeir segist ætla að leggja sig allan fram um að ná langt í íþróttum. „Maður verður að vera metnaðargjarn og ég ætla að leggja hart að méd’ 62
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.