Valsblaðið - 01.05.1989, Page 68
ár. Sumir segja að við séum bara eintómir
frekjuhundar en ég er ekki sammála því!’
— Hvað þarf að bæta?
„Búningamálin hafa t.d. yfirleitt verið í
ólestri langt fram eftir vori. Við höfum þurft
að kaupa upphitunarbúningana sjálfar, fé-
lagið útvegar okkur þá ekki. Og svo mætti
einhver stjórnarmaður vera í betri tengslum
við okkur með því að mæta á fleiri leiki og
annað í þeim dúr — það styrkir samband
okkar við stjórnina. Annars höfum við feng-
ið góða æfingatíma og er ekki undan neinu
að kvarta í þeim efnum.”
— Ertu sátt við þinn feril sem
íþróttamaður?
„Já, ég er það en samt getur maður alltaf
gert betur. Effaust hef ég staðnað töluvert en
samt hef ég róast á leikvelli. Ég er ekki æð-
andi út um allt eins og áður. Kannski sýni ég
jafnari leiki fyrir vikið. Þegar ég lít til baka
hefði ég viljað æfa tæknina betur yfir vetrar-
mánuðina og sömuleiðis viljað bæta við mig
snerpu með hoppæfingum.”
Eins og áður sagði er Ragnheiður íslands-
meistari í squash en hún byrjaði að stunda
íþróttina fyrir rúmum tveimur árum. „Ég
fékk algjöra bakteríu en eins og margir byrj-
aði ég fyrst í „raquet-ball”. Síðan skipti ég yf-
ir í squash og þetta er íþrótt sem íslendingar
ættu að stunda í miklu meira mæli. Eftir að
ég kom heim frá Kýpur hef ég spilað minna
en æft tæknina betur þess í stað. Þegar ég
keppti úti sá ég hvar ég stóð gagnvart erlend-
um keppendum og núna æfi ég því öðruvísi.
Bikarmeistarar Vals 1988 eftir 1:0 sigur gegn ÍA.
Öllu jöfnu æfi ég svona 4 sinnum í viku. Það
er engin spurning að þetta er mín framtíðar-
íþrótt. Það verður kannski dálítið erfitt að
sameina fótbolta og squash næsta sumar en
ég ætla að reyna. Ég reikna með að leggja
frekari stund á tæknina í squash næsta sumar
en púla minna því öll orkan fer í fótboltann.
Það þarf alveg gífurlega einbeitingu til þess
að ná árangri í squash og íþróttin gefur mér
mjög mikið”
— Hvaða viðurkenningu af þeim sem þér
hafa hlotnast á ferlinum þykir þér vænst um?
„Auðvitað er gaman að hafa unnið alla
þessa titla með Val en það að vera valinn
„Valsmaður ársins” er gífurleg viðurkenning
og hún er meira fyrir mig persónulega. Auð-
vitað er það líka mikil viðurkenning að vera
valinn í landslið og að verða Islandsmeistari
í squash.”
Eins og fram hefur komið er Ragnheiður í
sambúð með Antoni Jakobssyni leikmanni
Fylkis. Hún var spurð hvort engin félagaríkur
væri á milli þeirra.
„Nei, alls ekki. Ég hef svo mikla yfirburða
í titlum að hann lætur lítið á sér kræla í þeim
efnum.”
— Finnst þér gaman að vera Valsmaður?
„Já og ég er ákaflega stolt af því. Sérstak-
lega er gaman að monta sig við KR-stelpurnar
því þær hafa aldrei unnið okkur og við höfum
sálfræðilegt tak á þeim. Þeir segja það meira
að segja sjálfar.”
EFTIRTALDIR LEIK-
MENN HAFA VERIÐ
KJÖRNIR BESTU
LEIKMENN MEIST-
ARAFLOKKS KARLA
í KNATTSPYRNU
FRÁ ÁRINU 1976:
1976 Sigurður Dagsson
1977 Bergsveinn Alfonsson
1978 Sigurður Haraldsson
1979 Dýri Guðmundsson
1980 ?
1981 Sævar Jónsson
1982 Þorgrímur Þráinsson
1983 Ingi Björn Albertsson
1984 Bergþór Magnússon
1985 Guðmundur Þorbjörnsson
1986 Magni Blöndal Pétursson
1987 Guðni Bergsson
1988 Sævar Jónsson
1989 Þorgrímur Þráinsson
LÖGHEIMTAN HF.
INNHEIMTU-
0G UPPLÝSINGAÞJÓNUSTA
LAUGAVEGI 97
SÍMI 27166
68