Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1921, Page 62
60
OLAFUR S. THORGEIR8SON:
fiársýslumanna í Pemlbina bae. Fyrir nokkrum árum
flutti hann !til Akra; bjó iþar tvö ár; 'flutti svo til Caval-
ier og býr þar nú. Börn þeirra hjóna eru 7 á lí'fi, 3
synir og 4 daetur; öll uppkomin og flest gift.. — Jón
Andrew, sem hann er tíðast nefndur, er dugnaðarmað-
ur og framtákssamur, lipur og skemtilegur.
Gunnar Gunnarsson. Kom til Pembina frá ls-
landi 1887, af Áilftanesi í Gullbringusýslu. Margrét
heitir kona bans. Bjuggu þau ihjón í Pembina um 30
ár, en fluttu svo á land í Caliento, Manitoba, og búa
þar nú Gunnar er skynsamur maður, fróður og vel
lesinn. Var hann alla þá tíð, sem hann dvaldi í Pem-
bina, einn helzti og bezti styrktarmaður lestrarfélags
íslendinga þar. Hann er drengur góður og sérlega
vandaður maður.
Guðmundur Jónsson og kona hans Dagbjört Ól-
afsdóttir, bæði ættuð úr Skagáfirði, bjuggu lengi í
Pembina. 'Eru þau bæði dáin.
Allmargir búendur íslenzkir fluttu frá Pembina
um síðaotliðin aldamót vestur að Kyrraháfi. Hefir
ekki verið hægt að fá greinilegar upplýsingar um þá.
Er iþví þýðingarlaust að nefna þá. Verður iþeirra að
líkindum getið í sögúþáttum þaðan, á sínum tíma.
Eins og getið er um í upþhafi þessa söguþáttar,
voru Isíendingar í Pembina að miklu leyti út af fyrir
sig, mynduðu eins og sérstæða heild. En eftir því
sem þeir fjölguðu vaknaði hjá þeim löngun til þjóð-
ernislegs félagsskapar, og fóru menn að ræða um það
sín á milli. Varð þá, sem oftar, kristindómsmálið
fyrst á dagskrá. Nauðsynin til kirkjulegs félagsskap-
ar hvatti menn til framkvæmda. Urðu þá nokkrir
menn til þess að gangast fyrir því, að stofna ofurlít-
inn söfnuð, eða kirkjulegan samvinnuflokk. Og hafði
Sigurður Mýrdal verið aðal framsögumaður í því