Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1921, Síða 64
52
OLAFUR S. THORGEIRSSON:
jlestrasamkomur sínar í henni; fengu enda við og við
presthjónustu. Munu ’þeir prestarnir Hans Thorgrim-
sen og Jón Bjarnason, hafa haldið þar guðsþjónustur
stöku sinnum, þar til séra FriSrik J. Bergmann tók aS
sér aila íslenzku söfnuSina í Dakota, sem þá voru
myndaSir. ÞjónaSi hann Pemlbina-söfnuSi þar til
1893, aS Jónas A. SigurSsson var vígSur til prests.
GerSist hann þá prestur hans, ásamt Grafton-, Hall-
son- og Vídalíns-safnaSa, og þjónaSi þeim í 8 ár.
ÁriS 1900 ihaetti séra Jónas prestskap. Fékk þá
Pembina-söfnuSur séra Steingrím N, Þorláksson fyrir
prest sinn, og þjónaSi hann honum ásamt Selkirk-
söfnuSi, þar til trúmláladeilurnar álkunnu hófust.
Fáum árum eftir aS Pembina-söfnuSur var mynd-
aSur, var byrjaS á íslenzkum sunnudagaskóla, og voru
fyrstu kennarar Jónas A. SigurSsson, sem þá var ekki
orSinn prestur, og Árni Þorláksson og Jón frá Muníka-
þverá. Hefir sunnudagaskólakensla fariS fram alla
tíS síSan aS einhverju leyti til þessa dags.
í sambandi viS þetta er vert aS geta þess, aS á
þenna sunnudagaskóla gekk um tíma íslenzk stúlka
nokkur, Steinunn Jóhannesdóttir aS nafni, sem síSar
gerSist trúboSi í Kína, aS líkindum hinn fyrsti af vor-
um þjóSíilokki. Er bún gift amerískum lækni, sem
starfar þar. Voru þau ihjón á ferSálagi um Island fyr-
ir fáum árum, sem getiS var um í íslenzku blöSunum.
Á fyrstu prestskaparárum séra Jónasar hafSi trú-
.arlíf og kitkjuleg félagssamtök Pemlbina-fslendinga
staSiS í mestum blóma. Hann mun hafa átt mikinn
og góSan þátt í því, aS myndaSur var söngflokkur, og
söngkenslu og æfingum haldiS uppi um langan tíma,
undir forustu Óla Pálssonar, sem fyr segir. Mun hann
einnig hafa átt eigi all-lítinn þátt í því, aS vekja þjóS-
ernislega sjáffstæSistilfinningu hjá löndum sínum, er
því miSur virtist oft á fyrstu árum þeirra í þessu landi
verSa aS lúta í lægra haldi fyrir nýbreytnishrifningu
íólksins, sem svo varS aS auSvirSilegri hégómadýrkun