Afturelding - 01.04.1977, Síða 9
— Heldur þú, að það sé stöðugt mögu-
leiki á endurnýjun fyrir Vesturlönd?
— Eg veit ekki hvernig það er stjórn-
niálalega, það efni verð ég að fella úr en
vafalaust finnst vera andleg von. Eftir því
sem ég hef lesið og einnig heyrt í þeim
^áu samtölum, sem ég hef átt við fólk, þá
nefur það hreytt um skoðun gagnvart efnis-
^yggjunni. Það segir á þessa leið: „Efnis-
hyggjan fullnægir ekki. Líf manna byggisl
á einhverju öðru en að vera háð því, hvaða
eignir það á. Eitthvað annað hlýtur að vera
til í lífinu, eitlhvað sem við getum trúað
á og leitt líf okkar.“ Ég held, að þetta sé
iyrsta skrefið lil Guðs og fyrsta skrefið til
vakningar.
Eg veit ekki hvorl þetta er yfirleitt satt,
þar sem Svíþjóð á í hlut. Til eru þeir, sem
kafa sagt mér, að vart verði við nokkurs
konar undiröldu, þá tilfinningu að eitt-
hvað annað sé fyrir hendi.
Eg segi ekki: Við skulum snúa við —
heldur j ress í stað: Sækjum fram með
Kristi. Hér er ekki um að ræða að snúa
yið til miðalda eða laka upp gamla lifn-
aðarhætti. Kristur er nýr að eilífu. Hann
er á dagskrá hjá hverri kynslóð og aðferðir
Verða að laga sig eftir breytlum aðstæðum
en boðskapurinn breytist aldrei. Boðskap-
arinn er öflugur, gæddur sama krafti og í
upphafi lil að breyta lífi (förvandla liv).
■— Hinir fyrstu krislnu rnenn höfðu
uijög næma trú. Hvar finnst slík trú í dag?
-— A mörgum stöðum í Afríku, í Kóreu,
á bilippseyjum og ég held einnig í Banda-
ríkjunum, sérstaklega meðal ungs fólks,
ekki sízt námsmanna. Þeir eru margir, sem
snúa sér til Krists og vitnisburður þeirra
er mjög næmur. I Bandaríkjunum hafa
þróazt biblíunáms- og bænáhópar í J)ús-
undatali; hluti j Deirra utansafnaða, aðrir í
sambandi við söfnuðina. Fólk hungrar eftir
Guðs orði. Það er nýtt fyrirbrigði í Banda-
ríkjunum hvað varðar j)essa öld. Þessi
breyling hefur orðið á seinustu 10 árum.
Hin veraldlegu blöð hafa skrifað um þetta.
Einnig hefur hinn nýi forseti Bandaríkj-
anna sézt í sjónvarpi með Biblíuna í hend-
inni á leið í sunnudagaskóla. Það er langl
síðan eitthvað þessu líkt hefur gerzt í
Bandaríkjunum.
— Hvernig lítur j)ú á Jesú-hreyfinguna
og liina andlegu vakningu meðal kaþólskra
seinustu árin? Eru j)að hlutar af sömu
mynd?
— Mér finnst, að gert hafi verið of
rnikið úr hinni svokölluðu Jesú-lireyfingu
í blöðunum, með því að draga fram at-
hyglisverð fyrirbrigði. Mér finnst, að Jesú-
hreyfingin hafi verið lil um nokkurn tíma
í kirkjunum eins og á götunni. Mér finnst,
að dýpsta hreyfingin meðal hinna ungu,
hafi verið innan kirkjunnar og í nokkrum
af })eim söfnuðum, sem þið lásuð ekki um.
Það átti við blöðin að taka myndir af hypp-
um og fólki á götum í Hollywood. Hvað
við kernur náðargáfu-hreyfingunni meðal
kaþólsku kirkjunnar, hefur það, sem ég
hef lesið af bókinni Ný hvítasunna eftir
Suenen kardinála, hafl mjög mikil áhrf á
mig. Ég er einmitt að ljúka við bók um
Heilagan Anda, sem kemur úl í ársbyrjun
1977. Ég hef reynt það, að Jóhannes páfi
23. hafði á réttu að standa, þegar liann
sagði fyrirfram, að í framtíðinni yrði lögð
mikil áherzla á Heilagan Anda. Hann
reyndist spámannlegur í því sambandi.
Náðargáfu-hreyfingin í kaþólsku kirkjunni
hefur gætl hana nýju lífi og aukið að mun
tilfinningu íyrir samvinnu við mótmælend-
ur, meir en nokkru sinni fyrr.
Ulfljótur G. Jónsson jrýddi lauslega.
9