Afturelding - 01.04.1984, Qupperneq 7
Ásmumlur Eiriksson við ritvélina.
endaði. Það kom margt fólk á
þessar samkomur og ábyggilegt
að þarna unnust sálir fyrir Him-
ininn. Á hverjum morgni fórum
við upp fyrir byggðina og höfð-
um bænastund. Svo skiptum við
liði og fórum að selja. Við Hulda
seldum saman, Guðný og Sigur-
mundur seldu saman, Jóhann og
Sigurður og svo var Ásmundur
einn. Þetta var alveg yfirtaks
skemmtilegt ferðalag.
Ásmundur var ákaflega dug-
legur að selja blöðin. Svona til að
gefa hugmynd, þá vorum við
hjónin einu sinni að selja á Siglu-
f’irði. Hann seldi um níutíu blöð
og fékk fjörutíu og sjö áskrifend-
ur, en ég seldi fjögur blöð á sama
tíma. Það má vera að tölurnar
hafi hnikast til í tímans rás, en
þetta er ekki fjarri því sem var.
Frá Austfjörðum lá leið okkar
um Hólsfjöll og í gömlu sveitina
mína, Kelduhverfið. Við gistum
hjá bróður mínum Þórami Jó-
hannessyni og hans ágætu konu
Guðnýju Þórarinsdóttur í Kross-
dal. Þar áttum við mjög
skemmtilega daga. Þórarinn
lagði til hliðar öll verk nema
heyþurrkunina og fékk allan
hópinn í lið með sér. Sigur-
mundur var alveg fyrirtaks dug-
legur í heyvinnunni. Allt lék í
lyndi og Þórarinn fékk afbragðs
vel verkað hey í hlöður sínar.
Við gistum einnig á Víkinga-
vatni og var okkur vel tekið þar.
Við höfðum eina samkomu í
gömlu sóknarkirkjunni minni að
Garði. Svo enduðunt við þessa
veru í sveitinni minni með alls-
herjar bænastund við túnfótinn á
Víkingavatni.
Árið 1937 fluttum við Ás-
mundur svo til Vestmannaeyja
ogbjuggum þartil 1945, að und-
anskildum vetrinum 1941/42,
sem við vorum í Reykjavík. Það
var ákaflega gott að vera í Eyjum
og Guð blessaði starfið, yndislegt
að vera þar. Ericson var þá flutt-
ur til Reykjavíkur, svo Ásmund-
ur sendi greinar sínar til Aftur-
eldingar í Reykjavík.
Árið 1945 var Ásmundur
búinn að vera veikur í sautján
vikur þegar Ericson kom til Eyja
og bað Ásmund svo ákaft að vera
fyrir sig einn vetur í Reykjavík.
Ericson ætlaði að fara í burtu.
Ásmundur neitaði þessu, því
hann sagði sent var að hann væri
svo veikur fyrir brjóstinu. Hann
gat ekki talað fullum rómi, bara
hvíslað. En Ericson gaf sig ekki,
hann sagði að ef Ásmundur fengi
styrkleika málsins, meðan hann
dvaldi í Eyjum, þá væri það vís-
bending um að Ásmundur ætti
að koma til Reykjavíkur. Ás-
mundur gekkst inn á þetta. Svo
frískast Ásmundur svona fljótt
að eftir tíu daga var hann kom-
inn á fætur og talaði yfir henni
Þorbjörgu heitinni á Grundar-
brekku. Bræðurnir í Betel sam-
þykktu að hann færi, en fólkið
var ekkert ánægt yfir að við fór-
um frá Eyjum. Það var ákaflega
gott samkomulag, allur söfnuð-
urinn sem einn maður.
Við fengum oft að reyna lækn-
andi mátt Drottins. Eftir að við
komunt til Reykjavíkur veiktist
Ásmundur aftur. Á páskum var
hann borinn í samkomusalinn
með 40 stiga sótthita. Söfnuður-
inn bað í heild sinni fyrir honum
á grundvelli orðsins sem segir:
„Hvaö sem þér bindiö á jörðu,
mun bundið á himni, og hvaö
sem þér leysið ájörðu, mun leyst
á himni.“ Það þarf ekki að orð-
lengja það frekar en Ásmundur
gekk alheill og hitalaus út af
samkomunni.
Þegar Ericson var farinn sá
Ásmundur alfarið um blaðið,
Ericson dvaldist lengur erlendis
en í fyrstu var ætlunin. Þegar
hann svo kom aftur ætlaði Ás-
mundur að fara til ísafjarðar, þvi
honum fannst vera nógir sem
vildu starfa í Reykjavík, en af því
varð ekki. Við ílentumst í
Reykjavík.
Alltaf var nóg að gera. Það
voru iystisemdir þegar við Ás-
mundur settumst að prófarka-
lestri. Það er ómögulegt að Iýsa
því, en það eru einhverjar
skemmtilegustu minningar, sem
ég á. Oft lásum við prófarkir eftir
kvöldsamkomur og sátum við
fram á nætur, vorbjartar nætur.
Það var svo gaman að vinna með
Framhald á bls. 31