Afturelding - 01.04.1984, Page 10

Afturelding - 01.04.1984, Page 10
Frá ritstjóranum: „Orð þitt lætur mig lífi halda 5 J Hugleiðing á Biblíuári Árið 1984 er nefnt Biblíuár. Til- efnið er 400 ára afmæli Biblíu Guð- brands Þorlákssonar frá Hólum í Hjaltadal. Ennfremur 444 ára af- mæli Nýja testamentis Odds Gott- skálkssonar, sem prentað var í Hróarskeldu í Danmörku árið 1540. Þessir atburðir marka báðir tíma- mót í sögu íslensku þjóðarinnar og íslenskrar kristni. Sögulega séð studdu þessar útgáfur íslenskt mál, sem þá átti í vök að verjast fyrir framandi þjóð og embættisveldi hennar, sem talaði yfirleitt ekki íslensku. Nútímamenn ættu að skilja í hvílíkri þakkarskuld, „ástkæra ilhýra málið“ stendur við framtak fyrrgreindra manna. Gagnvart kristninni, þá reyndi fljótt á innihald og lærdóma Heil- agra Ritninga. 43 árum eftir útkomu Biblíu Guðbrands, komu erfiðustu tímar yfir hluta þjóðarinnar og jafn- framt þeir blóðugustu. Það var Tyrkjaránið í júlímánuði 1627. Séra Ólafur Egilsson frá Ofanleiti í Vest- mannaeyjum greinir frá því í Tyrkja- ránssögu sinni, hvílíka huggun Heil- agar Ritningar veittu íslensku fólki í djúpum hörmungum og vonleysi. „Enda voru þeir vel fræddir í inni- haldi Ritninganna.“ Davíð konung- Einar J. Gíslason er forstöðumaður Hvíta- sunnusafnaðaríns í Reykjavík or hefur gegnt því starfi frá 1. október 1970. Fram að þeim tíma, frá 1948, gegndi hann forstöðu- mannsstarfi í Betel, Vestmannaeyjum. Hann lauk námi frá Bibliu- skóla i Sviþjóð og hefur mikið unnið að krísti- legu starfi, innanlands sem utan.

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.