Afturelding - 01.04.1984, Side 12
Tákn, undur og kraftaverk eru
sennilega mikilvœgasti þátturinn í
hinum undraverða vexti kirkj-
unnar í Kína í dag. Það frjálsrœði
sem ríkt hefur í Kína um nokkurt
skeið frá fráfalli Maós formanns,
hefur komið kristnum mönnum til
góöa. En nú er tekið að syrta í
álinn á ný og frelsið er á undan-
haldi og fjölmargir kristnir menn
sœta nú ofsóknum þar í landi.
Ferðatrúboði í Kína segirfrá:
Gamli skósmiðurinn
Gamli, hr. Ma, hafði ætíð
kappnógan starfa með höndum.
Hvert einasta sveitaþorp þarf á
lagtækum manni að halda, við
skósmíðar og skóviðgerðir og hr.
Ma var einmitt slíkur, ómissandi
maður. Frú Ma var einnig alltaf
önnum kafin í einsherbergis-skó-
vinnustofunni þeirra, sem í senn
þjónaði sem móttökusalur við-
skiptavina, matstofa, skóverk-
stæði og skrifstofa að kvöldi við
daglegt uppgjör. Að baki
bambustjalds var smáskot, hæfi-
lega stórt fyrir trérúm. Litrík
rúmábreiða var hið eina sem
lífgaði upp á þetta fábrotna
heimili. Synirnir voru vaxnir úr
grasi og fluttir til borgarinnar, en
gömlu hjónin skorti ekki félags-
skap.
Heimili þeirra stóð alltaf opið
ferðalöngum og nágrannarnir
nutu þess að vera samvistum við
Hallgrímur
Guðmannsson er for-
stöðumaður starfs
Hvítasunnumanna á
Selfossi. Hann hefur
setið í ritnefnd Aftur-
eldingar og Bama-
blaðsins um árabil.