Afturelding - 01.04.1984, Blaðsíða 15

Afturelding - 01.04.1984, Blaðsíða 15
Jesú var með lærisveinum sínum sagði hann þeim að þeir skyldu bíða í Jerúsalem eftir fyrirheiti Föðurins.1 2 * 4 5 6 Það fyrirheit rættist á hvítasunnudag. Sú hátíð var einnig til á timum Gamla Testamentisins. Var það önnur stórhátíð ársins, þegar frumgróði uppskerunnar var færður Guði. Hátíðin var haldin 7 vikum eftir páska og nefnd Viknahátíðin. Gyðingar minnst- ust lögmálsins sem var gefið á Sínaifjalli og var 19. kapítulinn í annari Mósebók þá yfirleit les- inn. Lögmálið var mönnum gefið af Guði til þess að maðurinn skyldi hljóta leiðbeiningu. Nýja Testamentið segir okkur frá því að Heilagur Andi var gefinn á hvítasunnudag.7 8 Þá voru marg- ir samankomnir í Jerúsalem vegna hátíðarinnar og heyrðu þeir lærisveina Krists lofa Hann á sinni eigin tungu eins og And- inn gaf þeim að mæla. Eins og lögmálið var gefið til að leið- beina manninum þá er Andinn einnig til þess gefinn, en Andinn er líka gefinn til að hugga okkur, styrkja og gefa kraft. Hinum frumkristnu varð hvítasunnan sá dagur sem Andanum var úthellt, ef við notum það orðtak sem Biþlían notar.s Spádómar sem Gamla Testamentið talaði um rættust.9 Þeir í frumkristninni virtust svo halda þennan dag há- tíðlegan áframhaldandi. Andan- um var ekki úthellt aðeins í þetta skipti, heldur veitist hann enn í dag. 1. II Mós 12:1-14. III Mós 23:4-8. IV Mós 9:5. Jósúa 5:10. 2. II Mós 3:1-12,6:28-30,7:1-13. 3.IIMÓS 12:14. 4. Jóhannes 19:1—42. 5. Lúkas24:l —6. 6. Lúkas 24:49. 7. Postulasagan 2:1 —4. 8. 10:45. 9. Jóel 3:1—5. Vitnisburður: Jesús er vegurinn, sann- leikurinn og lífiö Það má segja að það hafi verið vegna sjúkleika sem ég leitaði Drottins. Ég fór að lesa í Biblí- unni og fann staðinn í Jesaja 53:5: „En hann (þ.e.Jesús) var sœrður vegna vorra synda og kraminn vegna vorra misgjörða. Hegningin, sem vér höfðum til unnið, kom niður á honum, og fyrir hans benjar urðum vér heil- brigðir. “ Nú setti ég nafn mitt inn í versin: „Hann var sœrður vegna synda Garðars (o.s.frv.) og þá kom eitthvað dásamlegt og nýtt inn í hjarta mitt og ég vissi og trúði að ég var frelsaður og synd- ir mínar fyrirgefnar. Því að allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð,“ segir Biblían og ég trúði að ég ætti nafn mitt innritað í Iífsins bók og lofaði Drottin af öllu hjarta. Ég gekk í Fíladelfíusöfnuðinn á Akureyri og tók niðurdýfingar- skírn samkvæmt orði Guðs. Á Akureyri var ég í tuttugu ár en flutti til Reykjavíkur 1965. Ég var í nokkra mánuði í Biblíu- skóla í Englandi en tilheyri nú hvítasunnusöfnuðinum í Reykjavík og er meðlimur í Fíla- delfíukórnum. Ég hef unun að fögrum söng. Guð hefur skírt mig í heilögum Anda og leyft mér að leggja út tungur, það er í hæsta máta Biblíulegt. Trúarþroskinn hefur aukist með árunum. Ég hef tekið þátt í að styrkja trúþoð meðal heið- inna þjóða og dreift út kristileg- um ritum hérlendis og það hefur blessað mig. Móðir mín er sann- trúuð kona, nú 96 ára gömul. Við vorurn 12 systkinin en ég einn tók afgerandi afstöðu í trúarsöfnuði Hvítasunnumanna. Ég elska Jesúrn Krist. Nú hefi ég í hartnær 30 ár gengið með Drottni og sú ganga hefur veitt mérblessun og lífsfyllingu og svo eilíft líf hjá Jesú fyrir trúna á hann. Líftryggðu þig hjá Jesú meðan enn er tími, því fyrr en varir getur stundaglas lífs þíns runnið út. í dag er hjálpræðisdagur. Því vil ég segja: Taktu á móti Jesú sem þínum persónulega frelsara. Svarið við öllum mannlegum erfiðleikum og leiðin til sannrar lífshamingju er hjálpræðisvegur míns elskaða frelsara Jesú Krists. Endurkoma hans er fyrir dyrum. Hann kemurskjótt. Guð blessi þig Garðar Loftsson

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.