Afturelding - 01.04.1984, Qupperneq 20

Afturelding - 01.04.1984, Qupperneq 20
Hafliði Kristinsson skrifarfráSpringfield: LEÓ BEUERMAN „Hannaumkaðiekkisjálfan sig né vorkenndi. Þráttfyrirað hann væri fangi í eigin li'kama, fann hann leið til að yfirstíga það” Leó Beuerman er einstakur maður — erfðafræðilegt viðund- ur. Líkami hans er skorpinn, snúinn og dvergvaxinn, og öll lögun hans í ósamræmi við eðli- legan líkama. Þótt Leó sé kominn á sjötugsaldur er hann vart tvö fet (um 60 cm) á hæð. Alla ævi hans, hvert sem leið hans hefur legið, hefur fólk forð- ast að horfa á hann. Þrátt fyrir það hefur hann ekki varið ævinni rúmfastur, né heldur á hæli fyrir vanhæfa. Hann bjó með móður sinni á bændabýli í Iowa og stundaði heiðarlega, en oft kvalafulla atvinnu sem úrsmiður. Eftir að móðir Leós dó og hann naut ekki lengur verndar hennar, fór hann að feta sig lengra út í heiminn, sem utan veggja heim- ilisins lá. Hann smíðaði sér lítinn rauðan vagn. Hverjum degi fylgdu fastar venjur. Með mikl- um erfiðismunum og oft sárum kvölum, lyfti hann vagninum á þartilgerða dráttarvél. Hendur hans létu ekki vel að stjórn og verk eins og að herða eina skrúfu reyndist erfitt og flókið og tókst ekki fyrr en við ítrekaðar til- raunir. En Leó varð að verja tíma sín- um til einhvers og hann lét ekki kvalirnar aftra sér. Hann fór því daglega í pílagrímsför í kaup- staðinn. Þar slakaði hann sjálfum sér á vagninum ofan af dráttar- vélinni með flóknum búnaði keðja og lyfta. Þegar niður á jörðina var komið var Leó tilbúinn til að gegna erindum. Hann beið þolinmóður í vagninum sínum og breiddi fyrir framan sig ýmsar vörur, úr, penna og blýanta. Við- skiptavinirnir voru einkum börn og þeir fullorðnir sem létu ekki afbrigðilegt ytra útlit kaup- mannsins skipta máli. Á vagninum var skilti, sem á stóð: „Ég ábyrgist gæðin“ og auglýsti það vandaða viðskipta- hætti Leós. Hann tók aldrei Lcó Bcucrman slakar scr niður mcð „slcppi- búnaðinum“

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.