Afturelding - 01.04.1984, Side 21

Afturelding - 01.04.1984, Side 21
Lcó í vagni sínuni: „Lg ábyrgist gæðin' i duaranteevt meira en auglýst verð fyrir vörur sínar og aldrei baðst Leó ölmusu. Hann hafði náð takniarki sínu, sjálfstæður og frjáls. Hann aumkaði ekki sjálfan sig né vorkenndi. Þrátt fyrir að hann væri fangi í eigin líkama, fann hann leið til að yfirstíga það. Þættir daglegs lífs, sem flestu fólki finnast sjálfsagðir, eins og að aka bíl, tala, vélrita og lesa, voru i augum Leós stórfengleg llafliði Kristinsson licfur undanfarin þrjú ár stundað nám við Ccntral Bible College í Springfield, Bandaríkj- unum og er um þessar numdir aö útskrifast þaðan. markmið, sem aðeins náðust með þrotlausri elju og áreynslu. En Leó náði takmarkinu. Þeg- ar honum förlaðist sýn, sextíu og sex ára gömlum, hafði hann lagt að baki fimmtíuþúsund kíló- metra akstur á dráttarvélinni. Eftir að hann var orðinn blindur og heyrnarlaus og kominn á elli- heinrili, bjó Leó til leðurveski og seldi. Leó lét eftir sig arf, hugleið- ingar sem hann vélritaði þjáðum höndum: „Ég held að allir séu einhvern tíma einmana og vor- kenni sjálfum sér. En ég gefst ekki upp. Einu sinni var ég veik- burða og lasinn, en nú vinn ég verk sem öllum fannst ómögulegt að ég gæti unnið. Ég stunda sjálfstæða atvinnu og nýt lífsins." „Trúi ég á gæsku Guðs? Þið vitið öll hvað Biblían segir: ’Vér vitum að þeim sem Guð elska, samverkar allt til góðs.’ Eftir reynslu rninni að dæma, frá for- tíðinni og til dagsins í dag, þá get ég með sanni sagt að svo sannar- lega geri ég það.“ Ekkert okkar hefði getað vitn- að í þetta ritningarvers fyrir Leó Beuerman og huggað hann í þrengingum hans, því fáir hafa gengið í gegnum svo miklar þjáningar sem hann. Sú stað- reynd að Leó gat staðfest gæsku Guðs, þrátt fyrir allt, staðfestir þann sannleika, að kraftur Guðs fullkomnast í veikleika. Hafliði Kristinsson

x

Afturelding

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.