Afturelding - 01.12.1985, Síða 14

Afturelding - 01.12.1985, Síða 14
SWW' and'eS'’ ,, Við munum gefa oss að bœn- inni og hjónustu orðsins." (Post. 6:4) Þessi tilvitnuðu orð komu frá postulum Jesú til safnaðarins í Jerúsalem, þegar sú tillaga kom fram, að útvelja vel kynnta bræður, til að gegna þjónustu í söfnuðinum. Hætta steðjaði að postulunum, að þeir yrðu allt of uppteknir við daglega sýslu. Þarna var sameiginleg eigna- sýsla, sem mikið þurfti að snúast um. Frá upphafi tóku postularn- ir þetta að sér, í viðbót við and- lega þjónustu. Nú hafði starfið vaxið svo, að skifting í starfinu var nauðsynleg. Aðrir áttu nú að taka við daglegri sýslan, en post- ularnir áttu að gefa sig að and- legri þjónustu orðsins. Þetta sýn- ir okkur hvað var þýðingarmest í þjónustu Guðsríkis. Augljóst er að postularnir blönduðu sér í fleira en þjónustu við orðið og bænirnar. Þeir spáðu, báðu fyrir sjúkum, það tilheyrði. Nauðsyn- legast var að biðja og þjóna í orðinu. Sumir trúa því að vakningin komi eins og stormur er fer yfir og hverfur síðan. Saga vakning- arinnar greinir ekki frá því. Það tekur áratugi og aldir að byggja upp vakningu. Hvítasunriuhreyfingin hefur það hlutverk, eins og fyrri vakn- ingarhreyfingar, að endurnýja lýð Drottins í fyllingu Andans með öllum auðæfum hans. Það skeður aðeins með því að skírn með Heilögum anda og eldi gefi, þeim er reyna, ljós Jesú og verk hans. Þetta næst ekki á neinu öðru sviði. Þetta hefir afgerandi áhrif fyrir einstaklinginn. En með þessu vill Guð sýna þeim, sem fyrir utan standa, að lífið með Jesú er yfirnáttúrulegt. Þeg- ar maður sér andlausan kristin- dóm, þá gæti maður hugsað sér venjulega stofnun. Menn verða að vita að kristindómurinn er meira en slíkt. Það er bæði guð- legt og himneskt í lífinu með Jesú. Lýður Drottins þarf að reyna þetta persónulega, svo söfnuðurinn verði hlýr og veiti andlegt skjól þeim, sem eru að koma með.

x

Afturelding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.