Afturelding - 01.09.1986, Síða 5

Afturelding - 01.09.1986, Síða 5
Þúsundir manna bjugí’u enn i tjöldum tveimur mánuðum eflir jarðskjálft- ana miklu i Mexikó. gistihússins og föt vildi hann ekki heldur. Að lokum hug- kvæmdist mér að rétta honum Nýja testamenti, sem ég hafði í vasanum. Stórt bros færðist yfir litla andlitið þegar hann sá hvaða bók þetta var. „Nuevo Testamento" las hann upphátt og andlitið ljómaði. Hann þrýsti bókinni að sér og virtist alsæll þrátt fyrir að rúm hans væri ekki annað en hörð og köld gangstétt- in og ekki væri hægt að sjá betur en að hann væri aleinn í lífinu. Hann hafði eignast eitthvað dýr- mætt. Hvað ein lítil bók, sem segir frá Jesú — besta vininum, — getur haft að segja fyrir einmana sál, veit enginn nerna sá sem allt veit. Það er engin spurning að Jesús vill að við útbreiðum orð hans og að við elskum náunga okkar og liðsinnum honum jafnt andlega sem líkamlega. Oft finnst okkur óþægilegt að sjá mikla neyð. Það snertir okk- ur illa, því við lifum í alsnægtum og höfum ekki þurft að reyna það sem fólk þarf að búa við víða um heim. En eigum við að líta fram hjá slíkum svæðum? Það var ekki af neinum kristniboðsáhuga sem ég lagði land undir fót og hélt úl í heim snemma í september 1985. At- vik höguðust þó þannig að ég lenti á kristniboðsmóti í E1 Paso, Texas í nóvember sama ár. Það með var áhuginn vakinn og eld- urinn kveiktur. Ég fékk nú ljós yfir orð Jesú: „Farið út“. Ég hafði svo sem séð þessi orð áður, en nú töluðu þau beint til mín. Dæmisögur Jesú fóru nú líka að verða ljóslifandi, — um föður okkar, vínyrkj- ann sem biður syni sína að fara út að vinna, — um akrana, sem eru hvítir til uppskeru, en alltof fáir verka- menn, — um húsbóndann, sem fór að ráða verkamenn og það var sama hvenær dags hann gekk út, alltaf fann hann einhverja iðju- lausa. Spurningin stakk í gegn: „Af hverju standið þér hér allan daginn iðjulausir?" Ég sá að það var auðvitað ekk- ert vit í því. Ef Jesús var í raun og sannleika meistari minn, þá ldaut ég að hlýða orðum hans og fara út. En þá var spurningin: „Hvert?“ Neyðin var sögð mikil víða og þarfirnar margar. Ég ákvað að fara og líta á akurinn eins og Jesús hvatti okkur til (sjá Jó- hannes4:35). Út á akurinn Mexíkóborg varð fyrst á dagskrá. Rúmlega tveir mánuðir voru liðnir frá jarðskjálftunum miklu, sem urðu Ijölda fólks að bana og gerðu tugþúsundir heimilislausar. Þúsundir manna bjuggu enn í tjöldum. Tjaldborg- ir voru á víð og dreif um borgina og voru jafnvel sumar umferðar- eyjar notaðar sem tjaldstæði. Þarna starfaði ég í mánuð með hópi, sem hélt tjaldsamkomur á hverju kvöldi og var jafnframt með gagna- og matvæladreifingu til fátækra og heimilislausra, svo bæði andlegum og líkamlegum þörfum var mætt. Jú, víst var þörfin mikil, en eitthvað leitaði hugurinn sunn- ar. Oft hafði maður heyrt um E1 Salvador í fréttum, vegna bar- daga skæruliða og stjórnarhers og man ég alltaf hvað ég var hissa þegar ég fór fyrst að læra spænsku og gerði mér grein fyrir því að E1 Salvador þýðir „Frels- arinn“. Mikið áttu svona ljótar fréttir illa við svona fallegt nafn. En sjón er sögu ríkari, ég ákvað að leggja land undir fót á ný og sjá hvað um væri að vera þarna. Eftir langa og stranga ferð gegnum Mexíkó, Belize og Guatemala kom ég til E1 Salva- dor.

x

Afturelding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.