Afturelding - 01.09.1986, Síða 9

Afturelding - 01.09.1986, Síða 9
9 um. Það datt engum í hug að segja að allir landsmenn væru hermenn. Borgarar voru borgar- ar og hermenn voru hermenn, jafnvel þótt báðir væru undir sömu örlög seldir, tapaði þjóðin eða sigraði í stríðinu. Hliðstæða aðgreiningu má gera meðal kristinna manna. Kristnir menn ættu allir að leggja allt af mörk- um til alheimstrúboðs, en sérhver kristinn maður er ekki kristniboði. Samkvæmt þessari skilgreiningu á heitið „kristni- boði“ einungis við um þá sem gegna sérstöku hlutverki í heild- ar kristniboðsverkinu. Það er ekki þar með sagt að kristniboðar séu betri en aðrir; þeir gegna einvörðungu öðru hlutverki. Kristniboðar eru ekki endilega andlegir risar frekar en hver annar, né heldur verða laun þeirra öðruvísi við dómstól Krists. Þeir verða spurðir sömu spurninga og dæmdir á sömu forsendum. Kristniboðar eru ekki yfir samstarfsmenn sína hafnir, þeir eru bara öðruvísi. Kristniboðar eru menn og kon- ur, sem hafa lagt til hliðar per- sónuleg metnaðarmál til að verða sendiboðar Krists. Jesús Kristur er konungur konunga og drottinn drottna. Fyrr eða síðar verða allir menn og þjóðir að standa honum skil (Fil. 2:9-11). Konungurinn hefur gefið sendi- boðum sínum fyrirmæli. Þau eru að fara um allan heim og boða fagnaðarerindið öllum mönnum og að gera lærisveina af öllum þjóðum (Matt. 28:19). Guð krefst þess að allir menn alstaðar iðrist og trúi fagnaðarerindinu (Post. 17:30). Það er aðeins á þann hátt sem þeir losna úr ríki myrkursins og komast yfir í ríki ljóssins (Kól. 1:13). Kristniboðar færa með sér guðlega opinberun, sem byggist á óbrigðulli bók og með orðum sínum og lífi leitast þeir við að sætta menn við Guð (II. Kor. 5:20). Eins og allir sannkristnir menn verða kristni- boðar að vera boðberar sann- leikans, postular kærleikans og

x

Afturelding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.