Afturelding - 01.12.1986, Blaðsíða 13

Afturelding - 01.12.1986, Blaðsíða 13
Stórkostlegt bænasvar Séra Peter Lorenz Sellergren fæddist í Jönköping í Svíþjóð, 9. apríl 1768. Faðir hans var vopnasmiður. Móðir lians dó þegar hann var aðeins sjö ára gamall, en nokkru síðar eignað- ist Pétur stjúpmóður. Síðar á æFinni ritaði hann bernsku- minningar sínar og taldi hann þá æskuár sín hafa verið hörð og myrk. Stórkostlegar gáfur ein- kenndu hann, og þrátt fyrir frá- fall föðursíns fékk hann tækifæri til þess að stunda nám við há- skólann í Lundi. Flenrik Schar- tau var þá prestur við Dómkirkj- una þar. Eftir fimm ára háskóla- nám tók Peter prestvígslu í Vaxsjö. Þjónaði hann þar í hér- aðinu næstu sjö árin. Hann vakti hvarvetna mikla athygli vegna mælsku sinnar og visku. Algjörlega óundirbúinn gat hann stigið í ræðustólinn og haldið þrumuræður um hvaða efni sem var. Hann hafði tök á efninu og greiddi úr svörum og spurningum. Á þessum tímum fór ekki alltaf saman líf og kenning boð- andans. Aðalhætta þeirra var of- notkun áfengis. Svo fór að Peter var kærður fyrir biskupi, fyrir að koma drukkinn til guðsþjón- ustu. Send var skrifleg kæra og í henni stóð m.a.: „Vesalings presturinn, sem varla gelur reiknað með nokkurri hjálp í vesöld sinni.“ Drykkja Peters var svo alvar- leg, að heilsa hans fór hríðversn- andi. Hann naut ekki orðið svefns, þjáðist af kvíða og fékk ýmsar ofskynjanir. Samviska hans íþyngdi honum, og einn dag þegar hann var á göngu, mætti hann sjálfum myrkrahöfð- ingjanum. Þá skildi hann að nú yrði breyting að eiga sér stað, ef allt ætti ekki að enda í örvænt- ingu og glötun. „Mér fannst synd mín stærri og alvarlegri en svo að ég gæti öðlast fyrirgefningu. Ég fann til sára í sál minni, en hinn rétta lækni i ísrael hafði ég ekki fund- ið. Styrkur minn var horfinn, ég hafði tapað svefnró minni. Ég var nærri örvinglaður. Ég get sannarlega tekið undir með Davíð og sagt að hönd Guðs hafi á hverjum degi legið þungt á mér.“ Sóknarbörn Peters, sem vissu um líferni hans, fóru að koma saman til bæna. Bænarefnið var þetta: Sóknarpresturinn þarf að frelsast. Eftir mikla bæn kom bænasvarið á stórkostlegan hátt. Kvöld eitt fór Peter að lesa í bók Amdts, Sannur kristindóm- ur. Þá tók að rofa til. Út frá því hvarf öll hugsýki og löngun í alkóhól. Það var algjörlega nýr Peter sem stóð upp í Dómkirkj- unni í Vaxjö föstudaginn langa árið 1814. Hann hóf predikun sína með orðunum: „Hvað hefir þú gjört? Heyr, blóð bróður þíns hrópar til mín afjörðinni!“ Efni ræðunnar var: „Jesu blóði var úthellt fyrir óforbetranlega synd- ara.“ Áheyrendurnir fengu ógleymanlegan boðskap um iðr- un og afturhvarf. Peter gerði opinberlega upp sitt syndalíf og það svo að allur söfnuðurinn grét með sóknar- presti sínum og eignaðist sanna iðrun og yfirbót. Peter lifði í 30 ár eftir þetta. Hann var talinn fremsti predik- ari Svía, bæði fyrr og síðar. Þýtt og endursagt úr Evangelii Hárold.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.