Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Page 33
Vakning.
Hvað er vakning? Það liggur í orðinu. Það er
vÖknun. En misjafnt er að vakna. Gott er að
sofna þreyttur og vakna með nýjum kröftum.
En hér er átt við það, er syndarinn verður þess
var, að hann er syndari, þ. e. a. s. óvinur Guðs.
Það er ekki sælt að vakna þannig. En sízt er
Þó sælla að sofa áfram. »Vakna þú, sem sefur,
°g þá mun Kristur lýsa þér« (Ef. 5, 14), því að
öann elskar óvini og féndur sína.
Það er öllum ljóst, sem séð hafa synd sína
°8' þegið náð af Kristi Jesú, Drottni vorum, að
þjóð vor þarfnast vakningar, sem vekur synd-
ara, snýr við hinum guðlausu, skapar líf í hin-
dauðu, aðgreinir börn Guðs og djöfulsins,
sameinar hina trúuðu og flytur þeim kraft af
öæðum.
Spillingin gengur fjöllunum hærra. Stjórn-
^álin eru gerspillt, blöðin hroðaleg. Sviksemi
°g prettir færast í aukana. Ofdrykkja og lög-
Jeysi grefur sundur þjóðlífið til sjós og sveita.
Lauslæti vex og vatn á þá myllu eru bókmenntir,
°8 bíó, böll og skemmtanir.
Guðleysi magnast. Fjöldi manna afneitar Jesú
Eristi sem frelsara sínum og leitar til annara;
»en hver sem afneitar syninum, hefir ekki
heldur fundið föðurinn« — (I. Jóh. 2, 23). Aðrir