Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Síða 34
28
neita því, að nokkur Guð sé til. Sumir — og þeir
ekki allfáir •— skipa sé undir merlci guðleysis
og vinna þæði leynt og ljóst með ráðum og dáð ,
móti kristinni trú.
Fjölda manna fellst hugur; þeir þora hvorki
að vera með né móti. En Jesús sagði: »Sá sem
ekki er með mér, er á móti mér, og sá sem ekki
samansafnar með mér, hann sundurdreifirx.
(Matt. 12, 30). »Hver sem við mig kannast fyrir
mönnum, við hann mun ég einnig kannast fyrir
föður nn'num á himnum. En hver sem afneitar
mér fyrir mönnum, honum mun ég og afneita
fyrir föður mínum á himnum«. (Matt. 10, 32
33).
Takmörkin eru óglögg. Menn vilja ekki skipta !
í tvo flokka, trúaða og vantrúaða. En Páll, post-
uli Ðrottins, segir: »Gangið ekki undir ósam-
kynja ok með vantrúuðum; því að hvað er sam-
eiginlegt með réttlæti og ranglæti? Eða hvaða
samfélag hefir ljós og myrkur? Og hver er sam-
hljóðan Krists við Belíal? Eða hver hlutdeild er
trúuðum með vantrúuðum?« (II. Kor. 6, 14—15).
Deyfðin er mikil. Þótt margir skili boðskapn-
um rétt, er fjörið og þrótturinn af skornum
skammti. Að vísu eru margir, sem berjast hart, '
en það er, eins og höggvið sé í bergið kalt. Oss
vantar vakningu.
Trúað fólk er sundrað. Það hrekst fram og
aftur fyrir hverjum kenningarþyt. Það stofnar