Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Page 38
Með myndunum.
Séra Oddur Vigfús Gíslason.
Á skólaárum mínum varð ég fyrir því láni
að fá að kynnast séra Oddi Gíslasyni. Pað var
veturna 1891—2, og 1892—3. Ég dvaldi þá í
húsinu Vinaminni, við Mjóstræti; gisti séra
Oddur þar ávallt, er hann kom til bæjarins, og
átti hann þar oft margra daga dvöl, meðan
hann var að sjá um prentun á sjómannablaði
sínu, Sæbjörg. Pað var kristTIégt sjómannablað,
og orti ég fyrir séra Odd kvæði út af myndum,
sem komu í blaðinu. Hann hafði áhrif á trúar-
líf mitt, og gaf mér skyn á kristilegu starfi,
og leit ég upp til hans og dáðist að áhuga hans
og ósérplægni í starfinu fyrir sjómenn, til efl-
ingar bæði andlegum og tímanlegum bjargráð-
um þeim til handa. — Ég vildi því feginn geta
skrifað orð um hann, sem mættu rifja upp minn-
ingarnar um þenna mæta prest, hugsjónamann
og hetju.
*
Oddur V. Gíslason var fæddur í Reykjavík
þ. ,8. apríl 1836. Mér er ókunnugt um ættir
hans. Hann var settur til mennta og útskrifað-
ist vorið 1858 og gekk síðan á prestaskólann og
tók guðfræði-próf í ágúst 1860. En frá því og