Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Page 39
33
Þar til hann vígðist til prests liðu 15 ár. Vann
hann þá fyrir sér með sjóróðrum, og þótti vera
afburða formaður. Hann fór suður með sjó og
fékkst við gufubræðslu á lýsi, og fékk verðlaun
fyrir gufubrætt þorskalýsi suður í Bologna.
Hann hafði allan hug á að bæta bag manna
v‘ð sjávarsíðuna sunnanlands, átti hann margar
hugsjónir til bóta fyrir sjómenn og réðist í
Uiargt, en mætti miklum misskilningi á ýms-
Um sviðum. Á þessum árum komst hann í kynni
við Englendinga, og ferðaðist með þeim sem
fylgdarmaður og túlkur; þótti hann framúr-
skarandi ötull og duglegur, og þótti þeim víst
sfundum nóg um dagleiðir þær, sem hann lét
frá fara. Hann talaði vel ensku, en var að öðru
%ti ekki mikill lærdómsmaður. Hann ávann sér
vináttu ýmsra merkra Englendinga, og vann um
tanga stund fyrir Kristilega smáritafélagið í
Lundúnum. Hann fór og til Englands einu sinni
eða oftar, en ekki er mér kunnugt nánara um
t>ær ferðir. 1 Englandi komst hann í kynni við
ýmislega kristilega starfsemi, sér í lagi and-
legt starf meðal sjómanna, og reyndi hann á all-
ar lundir að efla andleg og líkamleg bjargráð
íyrir sjómenn. Þeim áhuga hélt hann ávallt,
e‘nnig í prestsskap sínum. —
Arið 1870, 31. desember gekk hann að eiga
l’Ugfrú önnu Vilhjálmsdóttur frá Kirkjuvogi.
■^liklar sögur gengu af því um land allt, hvernig
3