Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Page 40
34
hann fór suður og nam konuefni sitt á burt úr
föðurgarði hennar með hennar vilja, en í óþökk
fræntla hennar, og foreldra. Hún varð honum
hin mesta stoð í öllum hans erfiðleikum, enda
hin mesta ágætis kona. Fimm árum seinna var
honum veitt prestakallið Lundur í Borgarfjarð-
ar prófastsdæmi og þjónaði hann þar til 1878,
er hann fékk Stað í Grindavík og þjónaði hann
því prestakalli í 16 ár. Þau hjón eignuðust 15
börn. Hann stundaði prestsskap sinn vel og varð
þó að sækja sjó jafnframt. Stundaði hann fiski-
veiðar sínar með hinum mesta ötulleik og ægði
honum hvorki sjóvolk né svaðilfarir. Kæmi ein-
hver að leita hans sem prests, meðan hann var á
sjónum var breidd hvít voð ..á bæinn, og réri
hann þá þegar að landi. - Hann hélt áfram
starfi sínu meðal sjómanna, tók sér stundum
ferðir út um landið, til að berjast fyrir hug-
sjónum sínum. Hann ritaði og talaði um ýms
bjargráð, t. d. að vanda útbúnað á skipunum
sem bezt, til öryggis. Hann vann einnig að því,
að koma kristilegum anda inn í sjómannalífið.
Eftir að hann sjálfur var orðinn bindindismað-
ur, beitti hann sér mjög fyrir bindindis-starf-
semi. Hann hafði og mikinn hug á heiðingja-
trúboði, en mætti í því máli miklum aðhlátri,
því þá var enginn skilningur vaknaður á því
máli.
Hann stofnaði blað fyrir sjómenn, sem hann