Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Page 44
38
við útlenda verzlun hér á landi, sem lét skrifa
alla reikning-a til viðskiptamanna verzlunarinn-
ar á íslenzku, og lýsir sú háttsemi manninum
og viðhorfi hans við íslendingum furðu vel. En
áður hafði það verið venja, að allir slíkir reikn-
ingar væru skrifaðir hér á dönsku.:
C. Zimsen gerðist þannig Islendingur, þótt
hann væri fæddur í öðru landi, og heimili þeirra
hjóna' var fyrirmynd í hvívetna. Par ólst Knud
Zimsen upp. Hann sleit barnsskónum í Hafnar-
firði, lék sér við íslenzk börn og samdist að
íslenzkum háttum, en átti sér jafnframt heimili,
sem var að sumu leyti mótað af menningu ann-
arar þjóðar; hann naut því betra uppeldis en
flest önnur íslenzk börn hlutu um þær mundir.
Knud Zimsen var skjótt settur til mennta.
Nám sitt hóf hann í Flensborgarskólanum, en
14 ára gamall settist hann í 3. bekk latínuskól-
ans í Reykjavík, árið 1889. Reyndist hann af-
bragðsnámsmaður og lauk stúdentsprófi vorið
1893 með hárri einkunn.
Að því loknu lá leið hans til Kaupmannahafn-
ar. Þangað sigldi hann samsumars og tók þegar
aðgöngupróf að verkfræðingaskóla Dana (Poly-
teknisk Læreanstalt). Lauk hann heimspeki-
prófi við Hafnarháskóla vorið 1894, en verk-
fræðiprófi við fjöllistaskólann sumarið 1900.
Hafði hann síðan um hríð á hendi ýms störf
hjá bæjarverkfræðingi Kaupmannahafnar, en
J