Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Page 45
39
hugurinn stefndi heim, enda skyldi ekki líða
a löngu, þar til merkileg viðfangsefni vektust
UPP handa hinum unga verkfrasðingi hér á Is-
landi.
Arið 1901 var Knud Zimsen að tilhlutun ís-
lenzku stjórnarinnar sendur til Noregs, Þýzka-
lands og Belgíu til þess að kynna sér fyrirkomu-
lag
og rekstur á klæðaverksmiðjum, og gerði
hann þá ítarlegar athuganir á því sviði. Varð
Þetta starf Zimsens til þess, að klæðaverksmiðj-
an »Iðunn« var stofnuð í Reykjavík.
En fyrsta verk Knud Zimsens í þágu Reykja-
v'kurbæjar var það, er hann sagði fyrir um
lagfæring á þvottalaugunum hér. Um aldamótin
s>ðustu hafði laugum þessum enn verið næsta
iítill sómi sýndur. Hleðslan kringum þær var lé-
leg, og yfir þeim voru engar grindur. Bar það því
iðulega við, að fólk brenndi sig í laugunum. En
Jafnframt vildi það einatt til, að kaldi lækur-
'Pn, sem nú rennur fram hjá laugunum, rann
1 þvottalaugina og spillti henni þá svo, að ekki
var unnt að þvo þvott í henni. öllu þessu kippti
Zimsen í lag í skjótri svipan. Samkvæmt fyrir-
sÖgn hans voru laugarbarmarnir hlaðnir vand-
leS?a upp og járngrindur settar yfir laugarnar,
°g hefir sá umbúnaður haldizt óbreyttur síðan,
eða um rösklega 33 ára skeið.
Knud Zimsen kom heim til Reykjavíkur frá
Eaupmannahöfn á sumardaginn fyrsta árið
L_