Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Page 46
40
1902, oir var hann þá ráðinn hjá bæjarstjórn
Reykjavíkur frá 1. maí að telja til þess að gera
uppdrátt að höfuðstaðnum. Varð Zimsen síðan
bseði bæjarverkfræðingur og byggingarfulltrúi
í Reykjavík fram til 1908, en sagði þá starfinu
af sér. Sama ár var hann kosinn í bæjarstjórn,
og sat hann til 1914 í þeim nefndum, sem höfðu
umráð yfir verklegum framkvæmdum Reykja-
víkur, en það ár var hann kjörinn borgarstjóri
þar, og gegndi hann því starfi samfleytt til árs-
loka 1932 eða um 18 ára skeið.
Störf Knud Zimsens í þágu Reykjavílcurbæj-
ar, áður en hann var kjörinn borgarstjóri, voru
mikil og miklu margvíslegri en svo, að unnt só
að lýsa þeim í þessu greinarkorni. Verður því
að nægja að minnast hér örfárra þeirra helztu.
Zimsen gerði skipulagsuppdrátt að nýjum
götum um svonefnt Hlíðarhúsatún. Hefir því
skipulagi síðan verið fylgt að mestu. Samkvæmt
því var holræsi lagt þar, sem nú er Ægisgata,
alla leið frá Landakotsspítala og niður í sjó.
En þessi uppdráttur varð til þess að gerbreyta
einu af elztu hverfum Reykjavíkur og semja
það að kröfum nútímans.
Arið 1903 samdi Zimsen byggingarsamþykkt
fyrir Reykjavíkurbæ, og gildir hún enn að miklu
leyti. Var samning samþykktar þessarar afar-
erfitt og vandasamt verk, því að ýmsir stað-