Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Síða 48
42
starfi áfram, eftir að hann var orðinn borgar-
stjóri í Reykjavík.
Störf Knud Zimsens í þágu Reykjavíkur-
kaupstaðar, eftir að hann var orðinn borg'-
arstjóri árið 1914, og þar til hann lét af því
starfi, eru að allverulegu leyti saga hins unga
og hraðvaxandi höfuðstaðar. Þau störf eru efni
í stærðarbók, og þá bók ætti vitanlega enginn
annar að rita en Knud Zimsen sjálfur. Er von-
andi, að hann láti af því verða, er hann má nii
loks orðið um frjálst höfuð strjúka og er laus
við hið margvíslega annríki, sem fylgdi borgar-
stjórastarfinu.
Þegar Knud Zimsen tókst á hendur borgar-
stjórastarfið í Reykjavík, færðist hann í fang'
að gegna því embætti, sem hiklaust má telja
einna umsvifamesta starf, sem. ætlað hefir ver-
ið einum manni hér á landi. Og með hröðum
vexti bæjarins, jukust störf borgarstjóra auð-
vitað sí og æ. En það getur ekki leikið á tveim
tungum, að hér var réttur maður á réttum stað.
Hjá Zimsen fóru saman miklar gáfur, atorka
og gætni. Maðurinn er fljótskarpur og gjör-
hugull og í hvívetna trúr störfum sínum. Verk-
fræðiþekking hans gerði hann sjálfkjörinn til
að hafa yfirumsjón með hverskonar verklegum
framkvæmdum í bænum, en jafnframt reyndist
hann mjög liðtækur við að koma hinum mis-
brestasömu fátækramálum bæjarins í gott horf,