Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Page 50
44
vann hann þó af engu minni alúð að viðgangi
trúarlífs í bænum og það svo, að sunnudags-
starfið eitt mundi nægja til þess að varðveita
frá gleymsku minningu þessa merka manns og
góða drengs.
Knud Zimsen var þegar frá barnæsku trú-
hneigður maður. Sagt er, að hann hafi á náms-
árum sínum í Kaupmannahöfn háð allmikla
baráttu við efasemdir í þeim efnum. En víst er
um það, að upp af þeirri baráttu spratt trúar-
vissa og eldlegur áhugi fyrir málefnum kristn-
innar, svo að slíkt mun fágætt um mann í hans
stöðu.
Zimsen tók þegar á stúdentsárum sínum í
Kaupmannahöfn að starfa að kristindómsmál-
um. Gerðist hann þar kennari i sunnudagaskóla
Nazaretssafnaðar, en jafnframt tók hann aö
sér forstöðu hinnar íslenzku deildar K. F. U. M.
í Khöfn, er síra Friðrik Friðriksson fór heim
til Islands og lét þar af leiðandi af því starfi.
Það lætur að líkum, að Knud Zimsen hafi
ekki orðið afhuga kristindómsmálum, er hann
kom heim til Islands og tók að starfa að mál-
efnum Reykjavíkurbæjar. Hitt er undravert,
hve trúlega hann hefir enzt til að rækja þessa
köllun sína allt til þessa dags, þrátt fyrir ó-
hemjuannríki á öðrum sviðum. Hann stofnaði
Sunnudagaskóla K. F. U. M. í Reykjavík árið
1902, eða sama ár og hann kom heim frá Dan-