Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Page 51
45
friörku, og hefir síðan jafnan verið forstöðu-
maður skólans. Hann hefir og síðan 1902 átt
S0eti í stjórn K. F. U. M. í Reykjavík, ýmist
sein formaður félagsins eða varaformaður þess.
Frá því er K. F. U. M. eignaðist Melsteðshús-
svonefnda, hélt félagið uppi kristilegum sam-
komum jafnframt félagsfundum sínum, og tal-
aði Knud Zimsen oft á þessum samkomum. En
einnig var hann meðal ræðumanna á vakning-
arsamkomum þeim, sem haldnar voru þar að
tilhlutun Sigurbjarnar Á. Gíslasonar og fleiri
ftianna.
Þá má enn fremur geta þess, að Zimsen átti
sæti í sóknarnefnd dómkirkjusafnaðarins í
^óykjavík frá 1904—1914, en það ár var hann
kosinn safnaðarfulltrúi, og gegnir hann því
sfarfi enn.
Arið 1927 var Knud Zimsen kjörinn heiðurs-
félag-J K. F. U. M. í Reykjavík. Var það mjög
að maklegleikum. Fyrir það félag hefir Zimsen
Unnið mikið og merkilegt starf, bæði sem kenn-
ai'i sunnudagaskólans, ræðumaður á fjölmörg-
kristilegum samkomum og einnig sem stjórn-
ai’maður félagsins. Vafalaust er starf hans við
Sðnnudagaskólann langmest að vöxtunum, enda
'1efir hann fórnað því samtals geysimiklum
^luta af hvíldartíma sínum. 1 því sambandi má
8'eta þess, að hann hefir að heita má jafnan
1aft á hendi aðaltextaskýringarnar sjálfur og