Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Síða 52
46
auk sjálfra kennslustundanna hefir hann viku-
lega haldið fundi með samstarfsmönnum sín-
um, til þess að enn betur yrði vandað til skóla-
starfsins en ella hefði orðið.
En ekki hafa störf Zimsens í stjórn K. F.
U. M. síður orðið félaginu og þar með æsku-
lýð Reykjavíkurbæjar happadrjúg. Par hefir
hinnar sterku og hollu handar hans gætt, hvort
sem hún hefir haldið um stýrið eða bent á far-
sæla stefnu út úr brotsjóum örðugleikanna.
Knud Zimsen átti mikinn þátt í því, að hús
K. F. U. M. við Amtmannsstíg var reist, og
allir menn hljóta að skilja, að án þess húss hefði
hið margþætta starf félagsins orðið með öðrum
og veigaminna hætti en raun er á. Bygging
þess húss var félaginu lífsnauðsyn, og þá kom
því sem oftar að góðum notum Verksvit, hygg-
indi, gætni og góðvilji Zimsens borgarstjóra.
En fjarri fer því, að hann hafi látið hér við
sitja, því að hann var helzti hvatamaður að
stofnun byggingarsjóðs K. F. U. M. og K. F.
U. K., og er sá sjóður nú eigandi að húseign-
inni Austurstræti 20, þar sem ætlunin er, að
reist verði stórhýsi félaganna í náinni framtíð.
Knud Zimsen hefir sýnt trú sína í verkum
sínum, ekki einungis trú sína á fagnaðarboð-
skap Jesú Krists, heldur og trú sína á land sitt
og þjóð. Hann hefir að því leyti verið gæfu-
maður í orðsins fyllstu merkingu, og þar af