Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Page 54
48
og var ávallt sem undirstraumur í öllu starfi
hans. Hann heyrði oft talað þar á heimilinu
um starfið í guðsríki, um áhyggjur, sem hinn
gamli sálnahirðir hafði viðvíkjandi andlegu
ástandi manna í söfnuðinum. Lítið atvik kast-
ar skörpu ljósi yfir það andrúmsloft, sem hinn
ungi sveinn ólst upp í. Pað var einn eldri mað-
ur í söfnuðinum; hann var víst kirkjuþjónn; en
hann stóð samt fyrir utan lifandi kristindóm
og lifði fremur óreglulegu lífi. — Litli Charles
heyrði oft afa sinn andvarpa yfir þessum manni.
Svo einu sinni er afi hans lét í ljós sorg sína
yfir þessu, segir drengurinn; hann var þá eitt-
hvað sjö ára: »Það þarf að drepa gamla Jones«,
(eða hvað hann nú hét). Drengurinn fékk ofan-
ígjöf fyrir þessi óguðlegu orð. — Svo fór hann
út og gekk beina leið inn á veitingahúsið, þar
sem Jones sat og var að drekka. Drengurinn
gekk rakleitt að honum. og sagði með upplyftum
fingri; »Þarna situi' þú gamli syndari, og særir
hjarta prestsins þíns, og ert þó í söfnuðinum,
en situr hér í hópi háðgjarnra og glatar sál
þinni. Þú ættir að skammast þín«. Það varð
dauðaþögn í drykkjukránni; en drengurinn
gekk út og fór heim til sín. Rétt á eftir kemur
safnaðarmaðurinn inn, sundurkraminn af iðr-
un, skriftaði fyrir presti sínum og snerist til
lifandi trúar. — Kvölds og morgna var haldin
andagt á heimilinu og drengurinn var látinn