Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Page 56
50
fest til þess að hann gæti villst langt burt eða
lengi. Hann gat ekki svarft sjálfan sig—; eldfjör-
ið í sál hans, hinn ógnumdjarfi andi hans og
hið sterka ímyndunaraíl hans, varðveittu hann
frá kæruleysi og léttúð, vöktu baráttuna og
létu hana verða svo hamslausa, að honum lá
stundum við sturlun. Hann hefir á sínu hug-
myndaríka máli lýst þessu í ræðu einni:
»Einnig ég hefi verið fríhyggjumaður. Ég
komst inn í bölþrungið ástand. Ég sleppti akk-
eri trúarinnar, hjó í sundur akkerisfesti von-
arinnar. Ég fékk leið á að liggja fyrir akkerum
við strönd opinberunarinnar. »Vert þú stýri-
maður,« sagði ég við skynsemina; »vert þú leið-
sögumaður!« sagði ég við heila minn, og svo
lagði ég af stað út á örvita leið. Pað var ægileg
sigling út hinar æstu öldur fríhyggjunnar, og'
ég fór að hrekjast fyrir vindi og' veðrum. Pað
sortnaði í kringum mig', en þá sá ég þúsund
skínandi sýnir úti á djúpinu, eins og gneista-
flug, og ég sagði við sál mína: Ef þetta er frí-
hyggjan, þá er dýrlegt að gefa sig henni á
vald. Mínar frjálsu hugsanir fundust mér vera
sem glóandi gimsteinar, og mér fannst ég hafa
himin höndum tekið og stjörnudýrð hans —-
en sjá, þá risu upp úr vötnunum ótal féndur,
hræðilegir á að sjá; ég barðist við þá; þeir gripu
skip mitt í stafninn og drógu mig á fleygiferð
út á djúpið — þá sá ég með skelfingu hve langt