Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Page 59
53
Margir létu sér vel líka, ef svo færi, því hinn
ungi prédikari hafði einnig vakið megna óvild
nióti sér og það einnig meðal kirkjumanna úr
ýiusum kirkjufélögum. 19 október 1856 hélt
bpurgeon sína fyrstu prédikun þar. Var salur-
'nn þá alveg troðfullur eins og mest mátti í hann
koma. Spurgeon stóð í hinum háa ræðustól og
byrjaði að tala. Djúp kyrrð lagðist yfir hinn
’nikla manngrúa. P>á allt í einu var kyrrðin rofin
°g ópið »eldur uppi!« gjallaði út yfir salinn.
Ofboðsskelfing greip þúsundirnar; allt varð á
augabragði í einu uppnámi. Spurgeon beitti
s*nni miklu rödd til þess að sefa menn, en hún
dnukknaði í gnýnum og umrótinu. Margir særð-
Ust í troðningnum og sjö menn fórust. Spurgeon
stóð náfölur í stólnum, þangað til allt var búiðog
hann lagðist, er heim var komið, í rúmið. Eftir
bnjár vikur hafði hann þó náð sér svo, að hann
kélt á sama stað sína aðra prédikun. Salurinn,
Sem á meðan hafði verið lagfærður, var aftur
troðfullur. Máttug var sú prédikun, sem hann
kélt þá. Hann hafði sem teksta versin úr öðr-
sálmi Davíðs: »Kyssið soninn, að hann reið-
lst ekki og vegur yðar endi í vegleysu, því að
skjótt bálast upp reiði hans; sæll er hver sá
er leitar hælis hjá honum«. (2, 12—13). En
hann varð samt svo niðurbeygður af þessum at-
burði, að hann varð að taka sér um árshvíld,
en kom þó við og við inn til Lundúna og pré-