Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Page 60
54
■dikaði þá oftast í Exeter Hall. Stærstu samkomu
sína hélt hann 7. október 1857 í Kristallshöll-
inni fyrir 23. þús. manna. Pað var í tilefni af
því að stjórnin hafði boðið almennan föstu og'
fyrirbænardag út af uppreisninni á Indlandi.
— Og 15. nóvember s. ár, hélt hann í Exeter
Hall stórkostlega vakningarprédikun út frá
textanum: »Vér skulum þess vegna ekki sofa
eins og aðrir, heldur vökum og verum algáðir«.
Það var prédikun til kristinna manna og sér
í lagi presta að vakna nú, því svo mikið lægi
við. Hver myndin rekur aðra, hver annari stór-
fenglegri, sem dæmi þess hve ósæmilegt það sé
að sofa á verði sínum á hættutíð. Meðal annars
tekur hann dæmi af skipi í ósjó nálægt brim-
garði við skerjótta strönd; hve ónáttúrlegt það
væri ef allir svæfu, skipstjórnarmenn og há-
setar. Svo bætir hann við: »En þetta er mynd
a.f miklum þorra manna á meðal vor, og það á
þessum tímum. Hið fagra fley mannfélags vors
ruggar í syndastorminum. Siglutré þjóðarinnar
brakar fyrir byljum lastanna, sem þjóta eins
og fellibyljir yfir góð skip, svo allt ætlar að lið-
ast sundur. Guð hjálpi hinu góða skipi! Eru
engir, sem vaka? Hver er skipherra? Hverjir
hásetar aðrir en prestar og kennarar. Guð gefi
þeim náð til að stjórna skipinu. Þér eruð salt
jarðar. Haldið við hreinleika og heilbrigði þjóð-
félagsins, þér Guðs þjónar. Sofið Jjér nú meðan