Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Page 62
56
tjaldbúðin. Spurgeon vilcli ekki láta vígja það
fyr en hver eyrir væri borgaður í verði þess.
Bænir hans og traust urðu heldur ekki til
skammar. Það var vígt sumarið 1860. Þar þjón-
aði hann svo til dauðadags. Síðustu ár sín átti
hann oft við megna vanheilsu að stríða, en eld-
ur anda hans kulnaði ekki fyrir það. Hann
heimti þjáningar sínar til hlýðni við sig, svo
að ekki skyldu þær lama starfsemi hans. Sína
síðustu prédikun hélt hann 7. júní 1891, en þá
voru kraftarnir að þrotum komnir og svo ferð-
aðist hann til Suður-Frakklands og fékk þar
nokkra bót, en heim kom hann ekki framar,
því þann 31. jan. 1892 andaðist hann 57 ára
að aldri í Mentona. Manni finnst samt, að æfi
hans hafi verið miklu lengri, er menn líta á
allt það sem hann gerði, en hann byrjaði svo
ungur á lífsstarfi sínu, og fyrir það finnst oss
það langur aldur, sem starf hans náði yíir.
Hann kvæntist 1856 Súsönnu Thompson. Hún
var ein af þeim, sem vaknaði til hins nýja lífs
fyrir vitnisburð hans. Hún var honum hin bezta
stoð í starfi hans.
Hann stofnaði munaðarleysingjahæli og hafði
ávallt yfirumsjón með því. Hann stofnaði líka
prestaskóla og kenndi þar. — Hann skrifaði
ekki margar bækur, en ræður hans voru prent-
aðar þúsundum saman í blöðum og tímaritum,
og komu svo út í sérstökum söfnum. —
i